| Sf. Gutt
Luis Suarez gaf vinum sínum hjá Liverpool það ráð að þeir skyldu fylgjast með landa sínum því hann væri mjög góður. Um hvern skyldi hann hafa verið að tala? Jú, Darwin Nunez!
,,Ég bý yfir 15 ára reynslu af alþjóðaknattspyrnu. Ég veit eitt og annað um sóknarmenn. Ég sagði þeim að fylgjast með þessum því hann væri mjög góður."
Luis Suarez lét mikið að sér kveða með Liverpool. Nú er Darwin kominn þangað. Luis segir að Darwin eigi eftir að skrifa sína eigin sögu hjá Liverpool.
,,Hann á eftir að skrifa sína eigin sögu hjá Liverpool. Hann er sóknarmaður frá Úrúgvæ. Meira eigum við ekki sameiginlegt. Hann er einstakur leikmaður og þarfnast ekki samanburðar við einn. Hann er kominn í frábært félag og verður þjálfaður af einum af bestu þjálfurum í heimi. Hann getur lært af þeim frábæru leikmönnum sem eru hjá félaginu og svo eru stuðningsmenn félagsins einstakir."
,,Ég get verið til taks ef hann þarfnast ráða um England og leikstílinn sem tíðkast þar. Ég held reyndar að hann þurfi ekki á mínum ráðum að halda. Hann á eftir að láta hæfileika sína tala."
Darwin verður þriðji leikmaðurinn frá Úrúgvæ til að spila með Liverpool. Sebastian Coates er sá þriðji ásamt Luis og Darwin.
TIL BAKA
Þið skuluð fylgjast með þessum!

Luis Suarez gaf vinum sínum hjá Liverpool það ráð að þeir skyldu fylgjast með landa sínum því hann væri mjög góður. Um hvern skyldi hann hafa verið að tala? Jú, Darwin Nunez!
,,Ég bý yfir 15 ára reynslu af alþjóðaknattspyrnu. Ég veit eitt og annað um sóknarmenn. Ég sagði þeim að fylgjast með þessum því hann væri mjög góður."
Luis Suarez lét mikið að sér kveða með Liverpool. Nú er Darwin kominn þangað. Luis segir að Darwin eigi eftir að skrifa sína eigin sögu hjá Liverpool.

,,Hann á eftir að skrifa sína eigin sögu hjá Liverpool. Hann er sóknarmaður frá Úrúgvæ. Meira eigum við ekki sameiginlegt. Hann er einstakur leikmaður og þarfnast ekki samanburðar við einn. Hann er kominn í frábært félag og verður þjálfaður af einum af bestu þjálfurum í heimi. Hann getur lært af þeim frábæru leikmönnum sem eru hjá félaginu og svo eru stuðningsmenn félagsins einstakir."
,,Ég get verið til taks ef hann þarfnast ráða um England og leikstílinn sem tíðkast þar. Ég held reyndar að hann þurfi ekki á mínum ráðum að halda. Hann á eftir að láta hæfileika sína tala."
Darwin verður þriðji leikmaðurinn frá Úrúgvæ til að spila með Liverpool. Sebastian Coates er sá þriðji ásamt Luis og Darwin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega -
| Sf. Gutt
Jafnt í Manchester -
| Sf. Gutt
Bestur tvo mánuði í röð!
Fréttageymslan