| Grétar Magnússon
Þrír ungir leikmenn félagsins hafa nú verið lánaðir til annara liða. Markvörðurinn Jakub Ojrzynski og varnarmennirnir Adam Lewis og Billy Koumetio.
Pólverjinn Jakub Ojrzynski hefur gengið til liðs við pólska félagið Radomiak Radom sem spila í efstu deild Póllands. Ojrzynski kom til félagsins árið 2019 og hefur spilað fyrir mörg yngri landslið Póllands. Hann skrifaði undir langtíma samning við Liverpool sumarið 2021. Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Caernarfon Town, sem spila í velsku úrvalsdeildinni og þar spilaði hann 31 leik.
Tímabilið í Póllandi hefst um miðjan júlí mánuð en á síðasta tímabili enduðu Radomiak í sjöunda sæti deildarinnar.
Adam Lewis er 22 ára varnarmaður og innfæddur Liverpool búi. Hann verður á láni hjá Newport County allt næsta tímabil en félagið leikur í neðstu atvinnumannadeild Englands (League Two). Hann hefur áður verið á láni hjá Amiens SC, Plymouth Argyle og núna síðast hjá Livingston.
Lewis hefur einu sinni komið við sögu hjá aðalliðinu en í febrúar árið 2020 var hann í byrjunarliðinu gegn Shrewsbury Town í endurteknum leik í FA bikarnum á Anfield.
Þá hefur Billy Koumetio gengið til liðs við Austria Vín sem spila í efstu deild Austurríkis og verður hann hjá þeim allt næsta tímabil. Koumetio kom til Liverpool árið 2018 og hefur til þessa komið við sögu í tveim leikjum með aðalliðinu en hans fyrsti leikur var í Meistaradeildinni gegn FC Midtjylland í desember árið 2020.
Koumetio spilaði stórt hlutverk með U-18 ára liði Liverpool sem komst í úrslitaleik FA bikars ungliða tímabilið 2020-21 og á síðasta tímabili var hann fastamaður í liðum félagsins sem tóku þátt í úrvalsdeild 2 og UEFA ungliðadeildinni.
TIL BAKA
Fleiri lánssamningar

Pólverjinn Jakub Ojrzynski hefur gengið til liðs við pólska félagið Radomiak Radom sem spila í efstu deild Póllands. Ojrzynski kom til félagsins árið 2019 og hefur spilað fyrir mörg yngri landslið Póllands. Hann skrifaði undir langtíma samning við Liverpool sumarið 2021. Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Caernarfon Town, sem spila í velsku úrvalsdeildinni og þar spilaði hann 31 leik.
Tímabilið í Póllandi hefst um miðjan júlí mánuð en á síðasta tímabili enduðu Radomiak í sjöunda sæti deildarinnar.
Adam Lewis er 22 ára varnarmaður og innfæddur Liverpool búi. Hann verður á láni hjá Newport County allt næsta tímabil en félagið leikur í neðstu atvinnumannadeild Englands (League Two). Hann hefur áður verið á láni hjá Amiens SC, Plymouth Argyle og núna síðast hjá Livingston.

Þá hefur Billy Koumetio gengið til liðs við Austria Vín sem spila í efstu deild Austurríkis og verður hann hjá þeim allt næsta tímabil. Koumetio kom til Liverpool árið 2018 og hefur til þessa komið við sögu í tveim leikjum með aðalliðinu en hans fyrsti leikur var í Meistaradeildinni gegn FC Midtjylland í desember árið 2020.
Koumetio spilaði stórt hlutverk með U-18 ára liði Liverpool sem komst í úrslitaleik FA bikars ungliða tímabilið 2020-21 og á síðasta tímabili var hann fastamaður í liðum félagsins sem tóku þátt í úrvalsdeild 2 og UEFA ungliðadeildinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gull og silfur! -
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni! -
| Sf. Gutt
Sadio Mané þýskur meistari -
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir! -
| Mummi
Tillögur um lagabreytingar fyrir næsta aðalfund Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Ég þakka Guði!
Fréttageymslan