| Sf. Gutt

Til hamingju!


Mohamed Salah er þrítugur í dag. Framtíð hans hjá Liverpool er eitthvað óviss en hann er nú þegar búinn að skipa sér í flokk með bestu leikmönnum í 130 ára sögu félagsins. 



Mohamed fæddist í þorpinu Nagrig þann 15. júní 1992. Hann ólst upp í fátækt en óbilandi áhugi hans á knattspyrnu skilaði honum áfram. Hann hóf atvinnumannaferil sinn 2010 með Al Mokawloon í Egytalandi. Árið 2012 gekk hans til liðs við Basel í Sviss. Þar varð hann tvívegis, 2013 og 2014, svissneskur meistari. Hann vakti nokkra athygli með Basel og sumarið 2014 keypti Chelsea hann. Mohamed var þetta sumar orðaður við Liverpool. Hann náði ekki að láta mikið að sér kveða hjá Chelsea og 2015 var hann lánaður til Fiorentina á Ítalíu. Leiktíðina 2015/2016 var hann lánaður til Roma og 2016 seldi Chelsea hann til Roma. Ári seinna keypti Liverpool hann. 


Frá því Mohamed kom til Liverpool hefur hann slegið ótal félagsmet í markaskorun. Hann hefur verið markakóngur Liverpool öll fimm keppnistímabilin sem hann hefur leikið með félaginu. Hingað til hefur egypski kóngurinn leikið 254 leiki með Liverpool og skorað 156 mörk. Að auki hefur hann lagt upp 58.


Á liðnu keppnistímabili var hann tvöfaldur knattspyrnumaður ársins. Bæði valinn af blaðamönnum og leikmönnum. Þetta er í annað sinn sem svo er en hann hlaut báðar þessar viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2017/18. Hingað til hefur hann unnið sex titla með Liverpool. Einstaklingsverðlaun og viðurkenningar eru fjölmargar utan þær tvær sem fyrr eru nefndar. 

Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Mohamed Salah til hamingju með stórafmælið!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan