| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Landsleikjafréttir
Hér er síðasta yfirferð yfir gengi leikmanna Liverpool í þessari landsleikjatörn.
Á mánudaginn voru þrír leikmenn félagsins í eldlínunni. Ibrahima Konaté var í byrjunarliði Frakka gegn Króatíu í Þjóðadeildinni. Hann spilaði allan leikinn í 0-1 tapi á Stade de France, mark Króata kom úr vítaspyrnu eftir að Konaté hafði gerst brotlegur innan vítateigs.
Curtis Jones og Harvey Elliott spiluðu báðir með U-21 árs liði Englendinga gegn Slóveníu í undankeppni EM. Jones spilaði allan leikinn en Elliott kom inná sem varamaður á 61. mínútu í 1-2 tapi enskra.
Á þriðjudaginn kláraðist svo þessi hrina og þeir Caoimhin Kelleher og Takumi Minamino spiluðu með liðum sínum. Kelleher stóð í marki Íra allann tímann er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Úkraínu í Þjóðadeildinni. Minamino spilaði í 71 mínútu þegar Japanir töpuðu 3-0 fyrir Túnis.
Nú geta leikmenn félagsins notið þess að vera í fríi í nokkrar vikur áður en nýtt tímabil hefst á ný. Fríið verður ekki ýkja langt þar sem næsta tímabil hefst óvenju snemma til að koma Heimsmeistarakeppninni fyrir í dagatalinu.

Á mánudaginn voru þrír leikmenn félagsins í eldlínunni. Ibrahima Konaté var í byrjunarliði Frakka gegn Króatíu í Þjóðadeildinni. Hann spilaði allan leikinn í 0-1 tapi á Stade de France, mark Króata kom úr vítaspyrnu eftir að Konaté hafði gerst brotlegur innan vítateigs.
Curtis Jones og Harvey Elliott spiluðu báðir með U-21 árs liði Englendinga gegn Slóveníu í undankeppni EM. Jones spilaði allan leikinn en Elliott kom inná sem varamaður á 61. mínútu í 1-2 tapi enskra.
Á þriðjudaginn kláraðist svo þessi hrina og þeir Caoimhin Kelleher og Takumi Minamino spiluðu með liðum sínum. Kelleher stóð í marki Íra allann tímann er þeir gerðu 1-1 jafntefli við Úkraínu í Þjóðadeildinni. Minamino spilaði í 71 mínútu þegar Japanir töpuðu 3-0 fyrir Túnis.
Nú geta leikmenn félagsins notið þess að vera í fríi í nokkrar vikur áður en nýtt tímabil hefst á ný. Fríið verður ekki ýkja langt þar sem næsta tímabil hefst óvenju snemma til að koma Heimsmeistarakeppninni fyrir í dagatalinu.

Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingar hefjast 8. júlí -
| Sf. Gutt
Darwin Núnez fær lengra sumarfrí -
| Sf. Gutt
Liverpool Football Club á afmæli í dag! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Farinn eftir einn leik! -
| Sf. Gutt
Gull og silfur! -
| Sf. Gutt
Kemur heimsmeistari til Liverpool? -
| Sf. Gutt
Hvert fer James Milner? -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Markaregn í sólarblíðunni á suðurströndinni!
Fréttageymslan