| Grétar Magnússon
Hér kemur næsti skammtur af gengi Liverpool manna með landsliðum sínum.
Á þriðjudagskvöldið mættust Senegal og Rúanda í undankeppni Afríkumótsins. Komið var vel fram í uppbótartíma þegar Senegalar fengu vítaspyrnu, Sadio Mané fór á punktinn og tryggði sigurinn, nánar tiltekið á 98. mínútu. Senegalar hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni.
Ensku U-21 árs strákarnir mættu Albaníu í undankeppni Evrópumóts U-21 liða og sigruðu örugglega 3-0. Curtis Jones byrjaði leikinn og var skipt útaf á 73. mínútu. Sigurinn tryggði Englendingum sæti í lokakeppninni sem fer fram í Rúmeníu og Georgíu á næsta ári.
Í sömu undankeppni skoraði Sepp van den Berg fyrir Hollendinga í 6-0 sigri á Gíbraltar. Hollendingar leiða E-riðil með einu stigi fyrir lokaumferðina.
Í Þýskalandi mættust svo heimamenn og Englendingar í Þjóðadeildinni. Trent Alexander-Arnold sat á bekknum allan tímann þegar liðin skildu jöfn 1-1.
Á miðvikudaginn voru þeir Andy Robertson og Caoimhin Kelleher í eldlínunni í Þjóðadeildinni.
Robertson leiddi Skota til leiks á Hampden Park gegn Armeníu þar sem heimamenn sigruðu 2-0. Robertson var skipt útaf á 76. mínútu. Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skota, hafði þetta að segja um Robertson eftir leik: ,,Ég verð að minnast á fyrirliðann, mér fannst hann vera framúrskarandi. Í búningsklefanum fyrir leik voru hann, John McGinn og Callum McGregor sannkallaðir leiðtogar og þeir sáu til þess að hugarfarið var rétt úti á vellinum enda spiluðu þeir allir mjög vel. En mér fannst eins og áður sagði fyrirliðinn skara framúr. Andy hefur vaxið upp í þetta hlutverk og stundum fær hann ekki það hrós sem hann á skilið."
Það fór ekki eins vel hjá Kelleher og félögum í írska landsliðinu á heimavelli gegn Úkraínu þegar gestirnir fóru með sigur af hólmi 0-1. Kelleher spilaði allan leikinn í marki Íra.
TIL BAKA
Landsleikjafréttir

Á þriðjudagskvöldið mættust Senegal og Rúanda í undankeppni Afríkumótsins. Komið var vel fram í uppbótartíma þegar Senegalar fengu vítaspyrnu, Sadio Mané fór á punktinn og tryggði sigurinn, nánar tiltekið á 98. mínútu. Senegalar hafa nú unnið tvo fyrstu leiki sína í undankeppninni.
Ensku U-21 árs strákarnir mættu Albaníu í undankeppni Evrópumóts U-21 liða og sigruðu örugglega 3-0. Curtis Jones byrjaði leikinn og var skipt útaf á 73. mínútu. Sigurinn tryggði Englendingum sæti í lokakeppninni sem fer fram í Rúmeníu og Georgíu á næsta ári.
Í sömu undankeppni skoraði Sepp van den Berg fyrir Hollendinga í 6-0 sigri á Gíbraltar. Hollendingar leiða E-riðil með einu stigi fyrir lokaumferðina.
Í Þýskalandi mættust svo heimamenn og Englendingar í Þjóðadeildinni. Trent Alexander-Arnold sat á bekknum allan tímann þegar liðin skildu jöfn 1-1.
Á miðvikudaginn voru þeir Andy Robertson og Caoimhin Kelleher í eldlínunni í Þjóðadeildinni.
Robertson leiddi Skota til leiks á Hampden Park gegn Armeníu þar sem heimamenn sigruðu 2-0. Robertson var skipt útaf á 76. mínútu. Steve Clarke, landsliðsþjálfari Skota, hafði þetta að segja um Robertson eftir leik: ,,Ég verð að minnast á fyrirliðann, mér fannst hann vera framúrskarandi. Í búningsklefanum fyrir leik voru hann, John McGinn og Callum McGregor sannkallaðir leiðtogar og þeir sáu til þess að hugarfarið var rétt úti á vellinum enda spiluðu þeir allir mjög vel. En mér fannst eins og áður sagði fyrirliðinn skara framúr. Andy hefur vaxið upp í þetta hlutverk og stundum fær hann ekki það hrós sem hann á skilið."
Það fór ekki eins vel hjá Kelleher og félögum í írska landsliðinu á heimavelli gegn Úkraínu þegar gestirnir fóru með sigur af hólmi 0-1. Kelleher spilaði allan leikinn í marki Íra.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan