| Sf. Gutt

James Milner verður eitt ár í viðbót!


James Milner verður eitt ár í viðbót hjá Liverpool. Samningur hans við félagið var á enda en hann tók tilboði um nýjan samning sem gildir í eitt ár. Þetta er hið besta mál enda er James búinn að reynast frábærlega eftir að hann kom til Liverpool frá Manchester City sumarið 2015.

James hafði meðal annars þetta að segja eftir að tilkynnt var um nýja samninginn. ,,Ég er hæstánægður með ég skuli verða áfram hérna eina leiktíð í viðbót. Ég hef aldrei tekið því sem sjálfsögðum hlut að ég eigi þess kost að spila fyrir hönd þessa félags. Ég mun aldrei gera það. Efst í huga mér, og það sem mestu skiptir, er að ég trúi því að ég hafi ennþá eitthvað fram að færa. Framkvæmdastjórinn lagði spilin á boðið og það fór ekkert á milli mála hvað hann vildi að ég gerði. Það hafði mikið að segja um þá ákvörðun sem ég tók."


,,Þó svo að síðasta keppnistímabil hafi ekki endað eins og við hefðum kosið þá var það ótrúlegt. En endalok þess á bara eftir að gera okkur staðráðnari í að vinna til fleiri verðlauna. Það er bara svoleiðis. Ég fann þessa tilfinningu eftir sigurförina og það hafði sitt að segja um ákvörðun mín. Þetta er einstakt félag!"

Allt leit út fyrir að James myndi yfirgefa Liverpool í sumar. En það spurðist út að Jürgen Klopp vildi fyrir alla muni halda James áfram hjá Liverpool. Það gekk eftir sem eru frábærar fréttir. Einhver félög höfðu áhuga á James. Áhugavert er að James tók á sig launalækkun í nýja samningnum. Þó svo að James sé orðinn 36 ára er ekki neinn vafi á að hann er ennþá lykilmaður innan vallar sem utan hjá Liverpool. 


James Milner er búinn að spila 289 leiki með Liverpool. Hann hefur skorað 26 mörk og lagt upp 43. Hann hefur orðið Englands-, Evrópu- og heimsmeistari félagsliða með Liverpool. James hefur líka unnið Stórbikar Evrópu, FA bikarinn og Deildarbikarinn með félaginu. Hann skoraði í vítaspyrnukeppnunum í úrslitaleikjunum um FA bikarinn og Deildarbikarinn. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan