| Grétar Magnússon
Tímabilinu er svo sannarlega ekki lokið hjá nokkrum leikmönnum félagsins og hér má lesa um gengi þeirra í landsleikjum fimmtudags og föstudags.
Bakverðirnir Conor Bradley og Kostas Tsimikas mættust í Þjóðadeildinni með landsliðum sínum, Norður-Írlandi og Grikklandi. Tsimikas spilaði allan leikinn og Bradley spilaði í rúman klukkutíma í 1-0 sigri Grikkja.
Brasilíumenn mættu Suður-Kóreu í Seúl í vináttuleik. Skemmst er frá því að segja að Brasilía vann 5-1 sigur og kom Fabinho inná sem varamaður á 71. mínútu en Alisson sat á bekknum allan tímann.
Á föstudaginn spiluðu svo þeir Virgil van Dijk og Curtis Jones. Virgil var í byrjunarliði Hollendinga og spilaði allan leikinn þegar þeir mættu Belgíu í Þjóðadeildinni og unnu 4-1 sigur.
Jones var í byrjunarliði U-21 árs landsliðs Englendinga í leik gegn Tékklandi í undankeppni Evrópumóts U-21 landsliða. Enskir unnu 2-1 sigur og átti Jones sinn þátt í fyrsta marki Englendinga sem Emile Smith Rowe skoraði. Jacob Ramsey skoraði svo seinna mark Englendinga.
TIL BAKA
Landsleikir

Bakverðirnir Conor Bradley og Kostas Tsimikas mættust í Þjóðadeildinni með landsliðum sínum, Norður-Írlandi og Grikklandi. Tsimikas spilaði allan leikinn og Bradley spilaði í rúman klukkutíma í 1-0 sigri Grikkja.
Brasilíumenn mættu Suður-Kóreu í Seúl í vináttuleik. Skemmst er frá því að segja að Brasilía vann 5-1 sigur og kom Fabinho inná sem varamaður á 71. mínútu en Alisson sat á bekknum allan tímann.
Á föstudaginn spiluðu svo þeir Virgil van Dijk og Curtis Jones. Virgil var í byrjunarliði Hollendinga og spilaði allan leikinn þegar þeir mættu Belgíu í Þjóðadeildinni og unnu 4-1 sigur.
Jones var í byrjunarliði U-21 árs landsliðs Englendinga í leik gegn Tékklandi í undankeppni Evrópumóts U-21 landsliða. Enskir unnu 2-1 sigur og átti Jones sinn þátt í fyrsta marki Englendinga sem Emile Smith Rowe skoraði. Jacob Ramsey skoraði svo seinna mark Englendinga.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Alexander Isak keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool
Fréttageymslan