| Sf. Gutt

Bókiði hótel!


Evrópuvegferð Liverpool 2021/22 lauk með vonbrigðum á Frakklandsleikvanginum í París. Ferðin var löng og viðburðarík. Jürgen Klopp sagði þetta eftir úrslitaleikinn um Evrópubikarinn. 

,,Ég hef það sterklega á tilfinningunni að við eigum eftir að koma aftur. Það er bara svoleiðis. Strákarnir eru geysilega kappsamir og liðshópurinn framúrskarandi. Við gerum atlögu á nýjan leik og þeir koma aftur á næsta keppnistímabili. Hver verður úrslitaleikurinn á næsta keppnistímabili? Istanbúl? Bókiði ykkur hótel!" 


Þetta voru skilaboð Jürgen Klopp til stuðningsmanna Liverpool og það verður áhugavert að sjá hvort Rauði herinn fer aftur til Istanbúl á komandi vori. Það verður alla vega gerð tilraun til að vinna Evrópubikarinn á næstu leiktíð!


Eins og allir muna gerði Liverpool góða ferð til Ístanbúl 2005 og vann Evrópubikarinn þar í borg. Við óskum eftir endurtekningu að ári!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan