| Sf. Gutt
Þriðji kafli niðurtalningarinnar kemur hér. Í honum er fjallað um eitt og annað sem tengist vegferð Rauða hersins frá Liverpool til Madríd.
+ Liverpool er að leika á sinni 26. leiktíð í Evrópukeppni sterkustu liða Evrópu. Á þessum 26 leiktíðum hefur liðið komist tíu sinnum í úrslitaleikinn.
+ Leikurinn í París verður 63. leikur Liverpool á keppnistímabilinu.
+ Leikurinn er 13. Evrópuleikur liðsins á leiktíðinni.
+ Liverpool og Real Madrid leika til úrslita um Evrópubikarinn í þriðja sinn. Liverpool vann Real 1:0 í París 1981 en Real hafði 3:1 sigur í Kiev 2018.

+ Þeir Allisson Becker, Mohamed Salah, Sadio Mané og Fabinho Tavarez hafa spilað alla 12 leikina hingað til.
+ Liverpool hefur notað 28 leikmenn á Evrópuvegferð sinni til París.
+ Mohamed Salah hefur skorað flest Evrópumörk hingað til á keppnistímabilinu eða átta talsins. Sadio Mané og Roberto Firmino hafa skorað fimm hvor. Luis Díaz og Ibrahima Konaté hafa skorað tvívegis. Eins hafa tvö sjálfsmörk litið dagsins ljós. Diogo Jota, Fabinho Tavarez, Divock Origi, Naby Keita, Thiago Alcântara og Jordan Henderson eru með eitt mark hvor.
+ Mohamed Salah er orðinn annar markahæsti leikmaður Liverpool í Evrópukeppnum með 34 mörk. Steven Gerrard er efstur á blaði með 41 mark.
+ Alisson Becker hefur haldið fjórum sinnum hreinu í keppninni hingað til.
+ Liverpool vann tvo landsmeistara, Porto og Inter Milan, á leiðinni til Parísar.
+ Trent Alexander-Arnold gæti orðið yngsti Englendingurinn til að spila í þremur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni.
+ Liverpool er aðeins búið að heimsækja þrjú lönd á Evrópuferðalagi sínu á leiktíðinni.
+ Fyrsti Evrópuleikur leikur Liverpool í þessari Evrópuvegferð var á móti AC Milan á Anfield Road. Svo lá leiðin til Portúgals, Ítalíu og Spánar. Ferðin endar svo í Frakklandi.
+ Liverpool leikur í tíunda sinn til úrslita um Evrópubikarinn.
+ Jürgen Klopp stýrir liði í fjórða sinn í úrslitum í Meistaradeildinni. Árið 2013 tapaði Borussia Dortmund 2:1 fyrir Bayern München. Árið 2018 tapaði hann aftur en nú með Liverpool 3:1 á móti Real Madrid. Árið eftir vann hann Evrópubikarinn eftir 2:0 sigur á Tottenham Hotspur.
+ Úrslitaleikurinn átti upphaflega að vera í Munchen. Svo var ákveðið að hann yrði í Pétursborg en leikurinn var tekinn af Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Í kjölfarið var ákveðið að úrslitaleikurinn yrði á Stade de France í París.
+ Þetta er í þriðja sinn sem úrslitaleikurinn fer fram á Frakklandsleikvanginum. Áður var leikið til úrslita þar 2000 og 2006.
+ Liverpool leikur í sjöundu höfuðborg Evrópu í úrslitaleik um Evrópubikarinn þegar liðið það gengur á hólm við Real Madrid í París.
+ Liverpool vann Evrópubikarinn í Róm árið 1977 og varði hann í Lundúnum árið eftir. Árið 1981 vannst Evrópubikarinn í París. Evrópubikarinn vannst í fjórða sinn og annað sinn í Róm árið 1984. Liverpool tapaði svo úrslitaleiknum 1985 í Brussel. Liverpool vann Evrópubikarinn til eignar í Istanbúl árið 2005 en sú borg er ekki höfuðborg. Árið 2007 tapaði Liverpool í Aþenu fyrir AC Milan. Árið 2018 tapaði Liverpool svo fyrir Real Madrid í Kiev. En árið eftir vann Liverpool Tottenham Hotspur í úrslitaleik í Madríd.
+ Liverpool hefur í öll sex skiptin, sem liðið hefur unnið Evrópubikarinn, leikið í hinum margfrægu rauðu búningum sínum. Andstæðingarnir hafa alltaf klæðst alhvítu.
TIL BAKA
Niðurtalning - 3. kapítuli

Þriðji kafli niðurtalningarinnar kemur hér. Í honum er fjallað um eitt og annað sem tengist vegferð Rauða hersins frá Liverpool til Madríd.
+ Liverpool er að leika á sinni 26. leiktíð í Evrópukeppni sterkustu liða Evrópu. Á þessum 26 leiktíðum hefur liðið komist tíu sinnum í úrslitaleikinn.
+ Leikurinn í París verður 63. leikur Liverpool á keppnistímabilinu.
+ Leikurinn er 13. Evrópuleikur liðsins á leiktíðinni.
+ Liverpool og Real Madrid leika til úrslita um Evrópubikarinn í þriðja sinn. Liverpool vann Real 1:0 í París 1981 en Real hafði 3:1 sigur í Kiev 2018.

+ Þeir Allisson Becker, Mohamed Salah, Sadio Mané og Fabinho Tavarez hafa spilað alla 12 leikina hingað til.

+ Liverpool hefur notað 28 leikmenn á Evrópuvegferð sinni til París.

+ Mohamed Salah er orðinn annar markahæsti leikmaður Liverpool í Evrópukeppnum með 34 mörk. Steven Gerrard er efstur á blaði með 41 mark.

+ Alisson Becker hefur haldið fjórum sinnum hreinu í keppninni hingað til.
+ Liverpool vann tvo landsmeistara, Porto og Inter Milan, á leiðinni til Parísar.
+ Trent Alexander-Arnold gæti orðið yngsti Englendingurinn til að spila í þremur úrslitaleikjum í Meistaradeildinni.
+ Liverpool er aðeins búið að heimsækja þrjú lönd á Evrópuferðalagi sínu á leiktíðinni.

+ Fyrsti Evrópuleikur leikur Liverpool í þessari Evrópuvegferð var á móti AC Milan á Anfield Road. Svo lá leiðin til Portúgals, Ítalíu og Spánar. Ferðin endar svo í Frakklandi.
+ Liverpool leikur í tíunda sinn til úrslita um Evrópubikarinn.

+ Jürgen Klopp stýrir liði í fjórða sinn í úrslitum í Meistaradeildinni. Árið 2013 tapaði Borussia Dortmund 2:1 fyrir Bayern München. Árið 2018 tapaði hann aftur en nú með Liverpool 3:1 á móti Real Madrid. Árið eftir vann hann Evrópubikarinn eftir 2:0 sigur á Tottenham Hotspur.

+ Úrslitaleikurinn átti upphaflega að vera í Munchen. Svo var ákveðið að hann yrði í Pétursborg en leikurinn var tekinn af Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu. Í kjölfarið var ákveðið að úrslitaleikurinn yrði á Stade de France í París.
+ Þetta er í þriðja sinn sem úrslitaleikurinn fer fram á Frakklandsleikvanginum. Áður var leikið til úrslita þar 2000 og 2006.
+ Liverpool leikur í sjöundu höfuðborg Evrópu í úrslitaleik um Evrópubikarinn þegar liðið það gengur á hólm við Real Madrid í París.

+ Liverpool vann Evrópubikarinn í Róm árið 1977 og varði hann í Lundúnum árið eftir. Árið 1981 vannst Evrópubikarinn í París. Evrópubikarinn vannst í fjórða sinn og annað sinn í Róm árið 1984. Liverpool tapaði svo úrslitaleiknum 1985 í Brussel. Liverpool vann Evrópubikarinn til eignar í Istanbúl árið 2005 en sú borg er ekki höfuðborg. Árið 2007 tapaði Liverpool í Aþenu fyrir AC Milan. Árið 2018 tapaði Liverpool svo fyrir Real Madrid í Kiev. En árið eftir vann Liverpool Tottenham Hotspur í úrslitaleik í Madríd.

+ Liverpool hefur í öll sex skiptin, sem liðið hefur unnið Evrópubikarinn, leikið í hinum margfrægu rauðu búningum sínum. Andstæðingarnir hafa alltaf klæðst alhvítu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan