| Sf. Gutt
Divock Origi sagðist hafa fylgt eðlisávísun sóknarmannsins á móti Everton í gær. Það skilaði sér í því að hann skoraði markið sem gulltryggði 2:0 sigur Liverpool.
,,Þegar boltinn er kominn upp í loftið segir eðlisávísun sóknarmanninum fyrst að reyna að komast að fjærstönginni. Miðverðirnir eru að horfa á boltann og það er aldrei að vita nema boltinn breyti um stefnu af þeim eða markmanninum og falli fyrir mann. Þetta var bara eðlisávísun sóknarmannsins og hún færði mér mark."
Divock skoraði þarna sjötta mark sitt á móti Everton. Belginn segir hafa verið ótrúlegt að skora.
,,Þetta var ótrúlegt. Ef satt skal segja reiknaði ég ekki með því. Það er bara svo ánægjulegt að geta spilað knattspyrnu í hæsta gæðaflokki og vinna leiki fyrir félagið. Þetta veitir mér alveg geysilega ánægju. Eftir leiki getur maður verið glaður og ánægður en alveg sérstaklega núna. Svo tekur maður reynsluna með í farteskið og reynir að nýta sér hana í næsta leik. Vonandi næst að halda þessu góða gengi áfram."
Divock Origi kom sannarlega sterkur til leiks á móti Everon. Ekki var nóg með að hann skyldi skora því hann átti stóran hlut í fyrra marki Liverpool rétt eftir að hann kom til leiks. Belginn er óborganlegur!
TIL BAKA
Eðlisávísun sóknarmannsins gaf mark!

Divock Origi sagðist hafa fylgt eðlisávísun sóknarmannsins á móti Everton í gær. Það skilaði sér í því að hann skoraði markið sem gulltryggði 2:0 sigur Liverpool.
,,Þegar boltinn er kominn upp í loftið segir eðlisávísun sóknarmanninum fyrst að reyna að komast að fjærstönginni. Miðverðirnir eru að horfa á boltann og það er aldrei að vita nema boltinn breyti um stefnu af þeim eða markmanninum og falli fyrir mann. Þetta var bara eðlisávísun sóknarmannsins og hún færði mér mark."
Divock skoraði þarna sjötta mark sitt á móti Everton. Belginn segir hafa verið ótrúlegt að skora.
,,Þetta var ótrúlegt. Ef satt skal segja reiknaði ég ekki með því. Það er bara svo ánægjulegt að geta spilað knattspyrnu í hæsta gæðaflokki og vinna leiki fyrir félagið. Þetta veitir mér alveg geysilega ánægju. Eftir leiki getur maður verið glaður og ánægður en alveg sérstaklega núna. Svo tekur maður reynsluna með í farteskið og reynir að nýta sér hana í næsta leik. Vonandi næst að halda þessu góða gengi áfram."
Divock Origi kom sannarlega sterkur til leiks á móti Everon. Ekki var nóg með að hann skyldi skora því hann átti stóran hlut í fyrra marki Liverpool rétt eftir að hann kom til leiks. Belginn er óborganlegur!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Dirk Kuyt að lenda -
| Sf. Gutt
Þúsund leikir! -
| Sf. Gutt
Ég þakka Guði! -
| Sf. Gutt
Síðasti leikur fyrir framan gömlu stúkuna -
| Sf. Gutt
Roberto Firmino tryggði jafntefli! -
| Sf. Gutt
Hæstur í fimm sendingaflokkum! -
| Sf. Gutt
Vildum að hann gæti verið áfram! -
| Sf. Gutt
Fjórir aðalliðsmenn á förum! -
| Sf. Gutt
Hef alltaf haft trú á mér! -
| Sf. Gutt
Öruggur útisigur
Fréttageymslan