| Sf. Gutt

Spáð í spilin



Liverpool vs Manchester United

Liverpool gegn Manchester í þriðja skipti á rúmri viku. Eftir tvær rimmur gegn City er komið að United. Sem fyrr eru allir leikir Liverpool þessar vikur og mánuði úrslitaleikir. Reyndar var leikur Liverpool og Manchester City á laugardaginn undanúrslitaleikur en útkoman varð úrslitaleikur!

Áður en lengra er haldið er rétt að senda samúðarkveðjur til Cristiano Ronaldo, leikmanns Manchester United, og fjölskyldu hans. Georgina kona hans gekk með tvíbura dreng og stúlku. Drengurinn lést við fæðingu. Þau hjónn sendu frá sér yfirlýsingu um þetta í kvöld. 

Leikur Liverpool og Manchester United annað kvöld er geysilega mikilvægur. Liverpool berst við að halda í við Manchester City í deildinni. Í þeim efnum má ekkert út af bera. Manchester United hefur átt erfitt uppdráttar í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætumdeildarinnar en hagstæð úrslit um helgina hafa fært liðinu von á nýjan leik.






Ralf Rangnick er nú framkvæmdastjóri Manchester United en reyndar er hann bara afleysingamaður út leiktíðina. Hann var orðaður við framkvæmdastjórastöðu Liverpool 2011. Manchester United sýndi Jürgen Klopp áhuga fimm árum seinna eða svo. Það er ekki gott að segja hvernig staða liðanna væri ef Ralf væri hjá Liverpool og Jürgen hjá Manchester United. Sem betur fer fór Jürgen til Liverpool!


Sem fyrr segir hefur Manchester United átt erfitt uppdráttar á köflum. Segja má fyrir leik liðanna núna að ef Liverpool spilar af eðlilegri getu þá eiga Deilarbikarmeistararnir að vinna. Ekki með þeim yfirburðum eins og á Old Trafford þegar Liverpool niðurlægði United 0:5. Þá skoraði Mohamed Salah þrennu en hann hefur verið í lægð síðustu vikurnar. Í það minnsta hvað varðar að skora mörk. En aðrir hafa haldið uppi merkinu í markaskorun þannig að draumur Liverpool um Fernuna lifir. 


Það er ekki nokkur ástæða til að halda að Liverpool eigi auðveldan leik fyrir höndum á Anfield Road annað kvöld. Manchester United er með sterka menn í sínum röðum og getur gert góða hluti á góðum degi en liðið er mjög óstöðugt. Liverpool færir sér það í nyt og vinnur 2:0 sigur. Virgil van Dijk og Sadio Mané skora.

YNWA!

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan