| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mané Afríkumeistari
Sadio Mané og félagar hans í Senegal tryggðu sér sigur í Afríkukeppni landsliða eftir vítaspyrnukeppni gegn Mohamed Salah og félögum í Egyptalandi. Mané var jafnframt útnefndur leikmaður mótsins.
Senegalar byrjuðu leikinn mun betur og fengu vítaspyrnu snemma leiks. Mané tók spyrnuna en markvörður Egypta, Gabaski, varði vel. Hinumegin var Salah helsta ógn Egypta í sókninni en hann hafði ekki erindi sem erfiði gegn Mendy í marki Senegals. Heilt yfir bar leikurinn þess merki að vera úrslitaleikur og liðin ekki tilbúin til að taka mikla áhættu. Eftir markalausar 90 mínútur var sömu sögu að segja eftir framlengingu og því þurfti að útkljá einvígið með vítaspyrnum.
Bæði lið nýttu fyrstu spyrnur sínar og Senegalar komust svo 2-1 yfir. Næstu tvær spyrnur fóru hinsvegar forgörðum og Egyptar jöfnuðu svo í 2-2. Fjórða spyrna Senegal endaði í markinu en Mendy varði fjórðu spyrnu Egypta sem þýddi að Senegalar gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sadio Mané fékk það verkefni, skoraði af öryggi og tryggði Senegölum sinn fyrsta sigur á Afríkumóti landsliða. Mohamed Salah tók ekki víti fyrir Egypta en hefði að öllu óbreyttu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnu þeirra.
Eftir leik var Mané svo útnefndur leikmaður mótsins enda átti spilaði hann vel heilt yfir í keppninni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tvö.
Senegalar byrjuðu leikinn mun betur og fengu vítaspyrnu snemma leiks. Mané tók spyrnuna en markvörður Egypta, Gabaski, varði vel. Hinumegin var Salah helsta ógn Egypta í sókninni en hann hafði ekki erindi sem erfiði gegn Mendy í marki Senegals. Heilt yfir bar leikurinn þess merki að vera úrslitaleikur og liðin ekki tilbúin til að taka mikla áhættu. Eftir markalausar 90 mínútur var sömu sögu að segja eftir framlengingu og því þurfti að útkljá einvígið með vítaspyrnum.
Bæði lið nýttu fyrstu spyrnur sínar og Senegalar komust svo 2-1 yfir. Næstu tvær spyrnur fóru hinsvegar forgörðum og Egyptar jöfnuðu svo í 2-2. Fjórða spyrna Senegal endaði í markinu en Mendy varði fjórðu spyrnu Egypta sem þýddi að Senegalar gátu tryggt sér sigur í sinni fimmtu spyrnu. Sadio Mané fékk það verkefni, skoraði af öryggi og tryggði Senegölum sinn fyrsta sigur á Afríkumóti landsliða. Mohamed Salah tók ekki víti fyrir Egypta en hefði að öllu óbreyttu átt að taka fimmtu og síðustu spyrnu þeirra.
Eftir leik var Mané svo útnefndur leikmaður mótsins enda átti spilaði hann vel heilt yfir í keppninni, skoraði þrjú mörk og lagði upp önnur tvö.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan