| Grétar Magnússon
Þremenningarnir Sadio Mané, Naby Keita og Mohamed Salah hafa nú spilað annan leik í riðlakeppninni, hér lítum við á hvernig landsliðum þeirra gekk.
Senegal og Gínea mættust í B-riðli og spiluðu þeir Mané og Keita allan leikinn fyrir sín lið. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og eru því bæði lið með fjögur stig fyrir lokaleikinn og því í ágætri stöðu með að komast áfram í 16-liða úrslit. Í hinum leik riðilsins unnu Malaví 2-1 sigur á Simbabve.
Í lokaumferð riðilsins, sem fer fram á þriðjudaginn, mætast Senegal og Malaví annarsvegar og Gínea og Simbabve hinsvegar.
Í D-riðli skoraði Mohamed Salah eina mark leiksins í sigri á Gíneu-Bissá, með skoti úr þröngu færi í seinni hálfleik. Eftir tap gegn Nígeríu í fyrsta leik var sigurinn því gríðarlega mikilvægur fyrir Egypta. Eitt stig ætti að duga fyrir þá í lokaleiknum gegn Súdan á miðvikudaginn kemur.
Í hinum leik riðilsins unnu Nígeríumenn 3-1 sigur á Súdan og eru þeir komnir áfram í 16-liða úrslitin.
TIL BAKA
Afríkumótið
Þremenningarnir Sadio Mané, Naby Keita og Mohamed Salah hafa nú spilað annan leik í riðlakeppninni, hér lítum við á hvernig landsliðum þeirra gekk.Senegal og Gínea mættust í B-riðli og spiluðu þeir Mané og Keita allan leikinn fyrir sín lið. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og eru því bæði lið með fjögur stig fyrir lokaleikinn og því í ágætri stöðu með að komast áfram í 16-liða úrslit. Í hinum leik riðilsins unnu Malaví 2-1 sigur á Simbabve.
Í lokaumferð riðilsins, sem fer fram á þriðjudaginn, mætast Senegal og Malaví annarsvegar og Gínea og Simbabve hinsvegar.
Í D-riðli skoraði Mohamed Salah eina mark leiksins í sigri á Gíneu-Bissá, með skoti úr þröngu færi í seinni hálfleik. Eftir tap gegn Nígeríu í fyrsta leik var sigurinn því gríðarlega mikilvægur fyrir Egypta. Eitt stig ætti að duga fyrir þá í lokaleiknum gegn Súdan á miðvikudaginn kemur.
Í hinum leik riðilsins unnu Nígeríumenn 3-1 sigur á Súdan og eru þeir komnir áfram í 16-liða úrslitin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur
Fréttageymslan

