Óskað eftir frestun

Nú rétt í þessu var að berast tilkynning frá Liverpool þess efnis að Pep Lijnders er smitaður og því ljóst að fáir eru eftir í starfsliðinu til að stjórna af bekknum. Blaðamannafundi sem átti að vera í dag hefur verið slegið á frest.
Fleiri smit hafa greinst í leikmannahópnum sem og hjá starfsmönnum liðsins og ekki bætir úr skák að nokkrir leikmenn eru á meiðslalistanum einnig. Hætt var við æfingu hjá aðalliðinu á þriðjudaginn sem bendir til þess að fleiri smit hafi greinst innan hópsins. Sögusagnir hafa heyrst af því að til dæmis sé enginn markvörður tiltækur í hópnum en það hefur ekki verið staðfest af Liverpool FC.
Félagið vildi senda inn beiðni um frestun sem fyrst með tilliti til þeirra stuðningsmanna sem hyggjast ferðast til London og styðja sitt lið. Svo má einnig gera ráð fyrir því að fleiri smit greinist í dag, miðvikudag og því ekki hægt annað en að óska eftir frestun.
Við fylgjumst með gangi mála í dag hér á vefnum.
-
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Gæti ekki verið stoltari af strákunum! -
| Grétar Magnússon
Bikarmeistarar! -
| Sf. Gutt
Búið að velja lið Liverpool -
| Grétar Magnússon
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Allir hlakka mikið til! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 6. kapítuli -
| Sf. Gutt
Fernan er enn möguleiki! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Grétar Magnússon
Thiago til í slaginn