| Sf. Gutt

Þrenn verðlaun til leikmanna Liverpool!

Á dögunum var tilkynnt um kjör í vali sem er árlegt á Norðvestursvæði Englands. Leikmenn Liverpool hlutu verðlaun í þremur flokkum.


Mohamed Salah var kjörinn Leikmaður keppnistímabilsins. Hér er auðvitað verið að kjósa fyrir síðustu leiktíð. Mohamed lék 51 leik og skoraði 31 mark.


Harvey Elliott varð hlutskarpastur í flokknum Rísandi stjarna ársins. Harvey lék sem lánsmaður hjá Blackburn Rovers á síðustu sparktíð og stóð sig með sóma þar á bæ. 


Jordan Henderson fékk verðlaun í flokki þar sem leikmenn eru verðlaunaðir fyrir framlag sitt innan vallar sem utan. Það mætti kalla flokkinn Áhrifavaldur innan vallar sem utan. Jordan leiddi Liverpool á erfiðri leiktíð en lagði líka mikið af mörkum utan vallar með vinnu að góðgerðarmálum. Ekki síst í ýmsu sem sneri að erfiðum aðstæðum fólks í faraldrinum. Hann lét líka mikið að sér kveða í mótmælum gegn fyrirhugaðri stofnun Ofurdeildar Evrópu. 

Verðlaunin á Norðvestursvæðinu eru ekki þau sem mesta athygli vekja á Englandi en þau hafa verið veitt í nokkur ár. Nefna má að Martin Skrtel og Lucas Leiva hafa verið hlutskarpastir í vali á Leikmanni keppnistímabilsins. Hugsanlega hafa fleiri leikmenn Liverpool fengið verðlaun á þessum vettvangi. 

Til norðvestursvæðisins á Englandi teljast lið í Liverpool, Manchester, Leeds, Blackburn, Blackpool, Preston og fleiri borgum á þessu landsvæði. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan