| Sf. Gutt
TIL BAKA
Thiago og Fabinho farnir að æfa
Góðar fréttir. Thiago Alcântara og Fabinho Tavarez eru farnir að æfa á nýjan leik eftir meiðsli. Ekki er þó gott að segja hvort þeir geta spilað með Liverpool annað kvöld.
Thiago hefur ekki spilað með Liverpool frá því í september en hann fór meiddur af velli þegar Liverpool vann 3:0. Nú er að vona að Thiago haldist heill en hann hefur verið talsvert mikið frá eftir að hann kom til Liverpool.

Fabinho lék síðast þegar Liverpool mætti Atletico Madrid á Spáni. Hann kom inn sem varamaður í þeim leik en varð fyrir hnjaski. Hann kom sterkur til leiks á móti Atletico og lagði sitt af mörkum í 2:3 sigri. Það skiptir óhemju miklu máli að Fabinho sé leikfær því hann er lykilmaður á miðjunni og reyndar í öllum leik liðsins.
Þó tveir miðjumenn séu nú komnir til baka eru enn tveir meiddir. James Milner og Naby Keita verða eitthvað frá. Ef rétt er vitað eru þeir báðir tognaðir aftan í læri.

Thiago hefur ekki spilað með Liverpool frá því í september en hann fór meiddur af velli þegar Liverpool vann 3:0. Nú er að vona að Thiago haldist heill en hann hefur verið talsvert mikið frá eftir að hann kom til Liverpool.

Fabinho lék síðast þegar Liverpool mætti Atletico Madrid á Spáni. Hann kom inn sem varamaður í þeim leik en varð fyrir hnjaski. Hann kom sterkur til leiks á móti Atletico og lagði sitt af mörkum í 2:3 sigri. Það skiptir óhemju miklu máli að Fabinho sé leikfær því hann er lykilmaður á miðjunni og reyndar í öllum leik liðsins.
Þó tveir miðjumenn séu nú komnir til baka eru enn tveir meiddir. James Milner og Naby Keita verða eitthvað frá. Ef rétt er vitað eru þeir báðir tognaðir aftan í læri.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan