| Sf. Gutt

Adam Lewis kominn heim


Adam Lewis er kominn meiddur heim til Liverpool. Hann var lánaður til skoska liðsins Livingston fyrir leiktíðina. Hann verður frá keppni í allt að þrjá mánuði. Adam var búinn að spila fimm leiki með Livingston þegar hann meiddist. Ef rétt er skilið er hann ristarbrotinn. 

Adam er 21. árs og spilar stöðu vinstri bakvarðar. Á síðasta keppnistímabili var hann tvívegis í láni. Fyrst hjá franska liðinu Amiens og svo Plymouth Argyle. Hann hefur leikið með yngri landsliðum Englands upp í undir 20 ára liðið. Adam hefur leikið einn leik með aðalliði Liverpool.


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan