| Sf. Gutt
Graeme Souness, fyrrum leikmaður og framkvæmdastjóri Liverpool, segir að það séu þrjú liði í sérflokki í ensku Úrvalsdeildinni. Hann telur að baráttan um Englandsmeistaratitilinn standi á milli Liverpool, Englands- og Deildarbikarmeistara Manchester City og Evrópu- og Stórbikarmeistara Chelsea.
,,Þegar maður lítur á fjögur stærstu félögin, Manchester liðin, Liverpool og Chelsea. þá finnst mér þrjú þeirra í sérflokki og í raun langt á undan öðrum liðum í deildinni. Ég held að Manchester United verði með í baráttunni á leiktíðinni en liðið er ekki nógu gott og þegar kemur fram í apríl og maí munu þrjú lið berjast um titilinn. Önnur lið í deildinni eiga langt í land með að vera svipuð að styrkleika."
Vonandi hefur Liverpool í betur við þessi sterku lið og vinnur Englandsmeistaratitilinn í vor. Grame vann 14 titla á ferli sínum með Liverpool. Þar af varð hann fimm sinnum enskur meistari. Hann veit því hvað þarf til að vinna enska meistaratitilinn.
TIL BAKA
Þrjú lið í sérflokki

Graeme Souness, fyrrum leikmaður og framkvæmdastjóri Liverpool, segir að það séu þrjú liði í sérflokki í ensku Úrvalsdeildinni. Hann telur að baráttan um Englandsmeistaratitilinn standi á milli Liverpool, Englands- og Deildarbikarmeistara Manchester City og Evrópu- og Stórbikarmeistara Chelsea.
,,Þegar maður lítur á fjögur stærstu félögin, Manchester liðin, Liverpool og Chelsea. þá finnst mér þrjú þeirra í sérflokki og í raun langt á undan öðrum liðum í deildinni. Ég held að Manchester United verði með í baráttunni á leiktíðinni en liðið er ekki nógu gott og þegar kemur fram í apríl og maí munu þrjú lið berjast um titilinn. Önnur lið í deildinni eiga langt í land með að vera svipuð að styrkleika."

Vonandi hefur Liverpool í betur við þessi sterku lið og vinnur Englandsmeistaratitilinn í vor. Grame vann 14 titla á ferli sínum með Liverpool. Þar af varð hann fimm sinnum enskur meistari. Hann veit því hvað þarf til að vinna enska meistaratitilinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Cody Gakpo gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Meistaradeildarhópur Liverpool staðfestur! -
| Sf. Gutt
Fyrsta æfingin! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Áhættunnar virði! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott lánaður -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan