| Sf. Gutt
Jordan Henderson tileinkaði 1:5 stórsigur Liverpool á Porto Roger heitnum Hunt sem lést daginn áður en leikurinn við Porto fór fram. Jordan, sem lék sinn 400. leik með Liverpool, setti þessa færslu inn á Instagram síðu sína eftir leikinn.
,,Það var gaman að 400. leikurinn minn skyldi vera svona góður en ég tileinka sigurinn í kvöld Sir Roger Hunt. Hugur okkar er hjá vinum hans og fjölskyldu. Hann er goðsögn hjá Liverpool. Hvíl í friði."
Roger Hunt er næstmarkahæsti leikmaður í sögu Liverpool. Hann skoraði alls 285 mörk fyrir Liverpool og af þeim 17 í Evrópukeppnum. Aðeins sex hafa skorað fleiri Evrópumörk fyrir Liverpool en hann. Þess má til gamans geta að Roger skoraði fyrstu tvö Evrópumörk sín á Laugardalsvellinum í Reykjavík þegar Liverpool vann KR 0:5 í ágúst 1964. Hann skoraði svo eitt í seinni leiknum þegar Liverpool vann 6:1 á Anfield!
TIL BAKA
Jordan Henderson tileinkaði Roger Hunt sigurinn

Jordan Henderson tileinkaði 1:5 stórsigur Liverpool á Porto Roger heitnum Hunt sem lést daginn áður en leikurinn við Porto fór fram. Jordan, sem lék sinn 400. leik með Liverpool, setti þessa færslu inn á Instagram síðu sína eftir leikinn.
,,Það var gaman að 400. leikurinn minn skyldi vera svona góður en ég tileinka sigurinn í kvöld Sir Roger Hunt. Hugur okkar er hjá vinum hans og fjölskyldu. Hann er goðsögn hjá Liverpool. Hvíl í friði."

Roger Hunt er næstmarkahæsti leikmaður í sögu Liverpool. Hann skoraði alls 285 mörk fyrir Liverpool og af þeim 17 í Evrópukeppnum. Aðeins sex hafa skorað fleiri Evrópumörk fyrir Liverpool en hann. Þess má til gamans geta að Roger skoraði fyrstu tvö Evrópumörk sín á Laugardalsvellinum í Reykjavík þegar Liverpool vann KR 0:5 í ágúst 1964. Hann skoraði svo eitt í seinni leiknum þegar Liverpool vann 6:1 á Anfield!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan