| Grétar Magnússon

Tveir leikir færðir til

Í dag voru gefnar út nýjar dags- og tímasetningar á tveim leikjum liðsins í nóvember.

Um er að ræða leiki gegn West Ham á útivelli og Arsenal á heimavelli. Leikurinn gegn West Ham hefur verið færður til sunnudagsins 7. nóvember og verður flautað til leiks klukkan 16:30 á London Stadium.

Heimaleikurinn gegn Arsenal fer fram laugardaginn 20. nóvember eins og áætlað var en verður síðasti leikur dagsins og hefst klukkan 17:30. Verður þetta fyrsti leikurinn eftir landsleikjahlé í nóvember, sem jafnframt verður það síðasta á árinu.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan