| Grétar Magnússon

Klár í slaginn

Kostas Tsimikas segist ætla að nýta til fullnustu þau tækifæri sem bjóðast honum í upphafi nýs tímabils.

Grikkinn spilaði 44 mínútur í seinni leiknum gegn Bologona í Evian á fimmtudaginn og þótti standa sig vel eins og í öðrum leikjum á undirbúningstímabilinu. Klopp hrósaði m.a. honum sérstaklega eftir leikinn og sagði frammistöðu hans hafa verið mjög mjög góða. Tsimikas og félagar sigruðu seinni leikinn 1-0 eins og áður hefur komið fram og hafði hann þetta að segja í viðtali eftir leikinn.

,,Ég er mjög ánægður með frammistöðu liðsins. Menn gáfu allt í þetta og við erum ánægðir með það. Við reynum að gera það í leikjum það sem við æfum í hverri viku og það er skemmtilegt."



Tsimikas fékk ekki mörg tækifæri á síðasta tímabili eftir að hafa verið keyptur frá Olympiakos og tók hann aðeins þátt í sjö leikjum þegar upp var staðið. Hann átti reyndar við einhver meiðsli að stríða auk þess að erfitt er að velta Andy Robertson úr sessi. En nú er nýtt tímabil fyrir dyrum og Tsimikas er spurður um sóknartilburði sína gegn Bologna og hvernig hann hyggst næla sér í fleiri tækifæri með liðinu.

,,Svona leikir gefa mér tækifæri á að setja meiri kraft í leikinn, halda áfram að hlaupa og bæta mig. Ég er mjög ánægður með að hafa hjálpað liðinu til sigurs þó svo að um æfingaleik hafi verið að ræða. Ég reyni ávallt að gera mitt besta. Þegar tækifærið kemur verð ég auðvitað tilbúinn, það er alveg 100%."

Þann 14. ágúst hefja okkar menn leik í deildinni gegn Norwich á útivelli og Tsimikas er spurður um hversu tilbúnir menn verða í verkefnið. ,,Ég er nokkuð viss um að allir leikmenn gefa allt sem þeir eiga á hverjum degi á æfingum. Allir eru tilbúnir í verkefnið. Við verðum tilbúnir í fyrsta leik að útfæra það sem við höfum æft í allt sumar. Ég er nokkuð viss um að liðið í heild sé tilbúið í fyrstu áskorun."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan