| Sf. Gutt

Fyrstu skrefin


Leikmenn Liverpool tóku fyrstu skrefin á leiktíðinni ef svo má segja. Liverpool lék í dag tvo stutta æfingaleiki . Báðir enduðu með jafntefli.

Liverpool v Wacker Innsbruck: Karius, Alexander-Arnold, Matip, B. Davies, Beck, Clarkson, Morton, Cain, Gordon, Origi og Minamino. Liverpool komst yfir þegar Divok Origi skoraði úr víti eftir fimm mínútur. Austurríska liðið jafnaði eftir rúman stundarfjórung þegar Ronivaldo skoraði með skalla. Bæði lið fegnu færi á að skora fleiri mörk en lokastaðan var 1:1. Ben Davies spilaði í fyrsta skipti með Liverpool eftir að hann kom í janúar. 

Liverpool v Stuttgart: Adrian, Bradley, Konate, R. Williams, Tsimikas, Milner, Keita, Elliott, Mane, Salah og Oxlade-Chamberlain. Forster kom þýska liðinu yfir eftir sex mínútur. Sadio Mané jafnaði af stuttu færi á 21. mínútu eftir sendingu frá Kostas Tsimikas. Líkt og fyrri leikurinn endaði þessi 1:1. Ibrahima Konaté spilaði í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool.

Varamenn í báðum leikjum: H. Davies, Wilson, N. Williams og Koumetio.

Næsti æfingaleikur Liverpool er á föstudaginn. Liverpool mætir þá þýska liðinu FSV Mainz 05.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan