| Sf. Gutt

Marko Grujic seldur til Porto


Serbinn Marko Grujic hefur gengið til liðs við Porto í Portúgal. Hann var þar í láni á síðasta keppnistímabili og gekk vel. Liverpool fær tíu og hálfa milljón sterlingspunda fyrir Marko. Í samningnum kveður á um að Liverpool fái tíu prósent af söluverði þegar og ef Marko verður seldur frá Porto. Hann var fyrsti leikmaðurinn sem Jürgen Klopp fékk til liðs við Liverpool eftir að hann tók við sem framkvæmdastjóri. Liverpool keypti hann frá Red Star Belgrade í janúar 2016.


Marko lauk leiktíðinni með Red Star áður en hann fór til Liverpool. Hann varð serbneskur meistari með Red Star vorið 2016 og var valinn í úrvalslið deildarinnar. 


Í janúar 2018 var hann svo lánaður til Cardiff City og var þar hann til vors. Hann lagði sitt af mörkum til að koma Cardiff upp í efstu deild. Þá um sumarið var hann lánaður til Hertha Berlin. Hann var í láni hjá þýska liðinu í tvö keppnistímabil og var svo lánsmaður hjá Porto á síðustu leiktíð. Hann var í liði Porto sem vann Stórbikar Portúgals 2020.Marko, sem er 25 ára, spilaði 16 leiki með Liverpool og skoraði eitt mark. Miðjumaðurinn hefur leikið 12 landsleiki fyrir Serbíu. Hann var í liðshópi Serba fyrir HM í Rússlandi. Árið 2015 var Marko í undir 20 ára landsliði Serbíu sem vann heimsmeistarakeppni þess aldursflokks. 

Liverpool klúbburinn á Íslandi þakkar Marko Grujic fyrir framlag til Liverpool og óskar honum góðs gengis. 

Hér má lesa um allt það helsta um feril Marko á LFCHISTORY.net. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan