| Sf. Gutt

Æfingaleikir í Austurríki

Eins og fram hefur komið er aðalliðshópur Liverpool nú við æfingar í Austurríki. Þar verða leiknir fjórir æfingaleikir í næstu viku.

Þriðjudaginn 20. júlí spilar Liverpool tvo stutta æfingaleiki. Fyrst við austurríska liðið Wacker Insbruck og svo Stuttgart frá Þýskalandi. Hvor leikur verður aðeins hálf klukkustund að lengd. Þessir leikir fara fram fyrir luktum dyrum.  

Föstudaginn 23. júlí mætir Liverpool FSV Mainz 05 á Greisbergers Betten-Arena í Grödig.

Fimmtudaginn 29. júlí leikur Liverpool við Hertha Berlin. Liðin mætast á Tivoli leikvanginum í Innsbruck. 

Hægt verður að fylgjast með þessum leikjum á Liverpool sjónvarpsstöðinni og gegnum vefsíðu félagsins. Ekki hefur verið tilkynnt um aðra æfingaleiki en þeir verða örugglega fleiri. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan