| Sf. Gutt

Leyfi fengið!Borgaryfirvöld í Liverpool hafa gefið Liverpool Football Club leyfi fyrir stækkun á Anfield. Eftir stækkunina rúmar Anfield rúmlega 61.000 áhorfendur. 

Stúkan sem verður endurbyggð og stækkuð er Anfield Road end stúkan við enda vallarins sem er gegnt Kop stúkunni. Ný stúka verður reist frá grunni og við það fjölgar sætum um 7000. Sem fyrr segir tekur Anfield rúmlega 61.000 áhorfendur eftir stækkunina. Hvað svo sem segja má um eigendur Liverpool þá láta þeir verkin tala því þetta er önnur stækkunin á Anfield á þeirra valdatíma. Aðalstúkan var endurbyggð og stækkuð fyrir nokkrum árum og tókst sú framkvæmd mjög vel. Á myndinni að ofan er stúkan sem verður stækkuð til hægri. 

Um leið og gænt ljós var gefið fyrir þessari stækkun fékk Liverpool leyfi til að halda nokkra tónleika og stórviðburði á Anfield á næstu árum. Ekki veitir af að reyna að fá peninga í kassann nú þegar búið að koma nokkrum böndum á heimsfaraldurinn!


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan