| Sf. Gutt

Fulltrúar Liverpool á EM


Kynningin á fulltrúum Liverpool á EM er í fullum gangi. Fimmti í röðinni er Andrew Robertson fyrirliði skoska landsliðsins!

Nafn: Andrew Robertson.

Fæðingardagur:
11. mars 1994.

Fæðingarstaður: Glasgow í Skotlandi.

Staða: Vinstri bakvörður. 

Félög á ferli: Queen's Park (2012-13), Dundee United (2013-14), Hull City (2014-17) og Liverpool. 


Fyrsti landsleikur: 5. mars 2014 gegn Póllandi.

Landsleikjafjöldi:
44.

Landsliðsmörk: 3.


Leikir með Liverpool: 177.

Mörk fyrir Liverpool: 5.

Hvernig gekk á síðustu leiktíð? Andrew spilaði vel en þó ekki jafn vel og á þremur leiktíðunum þar á undan. Hann stóð þó fyllilega fyrir sínu.


Hver eru helstu einkenni okkar manns? Andrew er eldfljótur og þindarlaus. Fyrirgjafir hans eru magnaðar og hann hefur lagt upp fjölda marka síðustu árin. 

Hver er staða Andrew í landsliðinu? Hann hefur verið fastamaður síðustu árin og er fyrirliði liðsins. Einn af lykilmönnum Skota.


Hvað um Skotland?  Skotland er loksins komið á stórmót eftir langt hlé. Liðið er ekki eitt af bestu liðum keppninnar en leikmenn liðsins munu fórna sér fyrir málstaðinn í hverjum einasta leik.

Vissir þú? Andrew hefur haldið með Celtic barnæsku og æfði með liðinu þegar hann var strákur. Hann var látinn fara frá Celtic vegna þess að hann þótti svo smávaxinn. 

Helsta heimild: http://www.lfchistory.net.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan