| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mark tímabilsins
Nýlega lauk kosningu á vefsíðu félagsins um mark tímabilsins. Varla þarf að taka það fram hvaða mark var efst í kosningunni.
Komið var fram á 95. mínútu í uppbótartíma á The Hawthorns þar sem staðan var 1-1 hjá Liverpool og West Bromwich Albion. Heimamenn voru fallnir fyrir leikinn og höfðu að litlu að keppa. Þeir komust yfir snemma leiks, Mohamed Salah jafnaði metin og þannig var staðan í hálfleik. Pirringur okkar stuðningsmanna byggðist upp eftir því sem leið á leikinn og möguleikinn á að enda í topp fjórum í deildinni fjarlægðist. Alisson skokkaði fram völlinn þegar hornspyrna vannst, líklega síðasta spyrna leiksins. Frábær fyrirgjöf frá Alexander-Arnold kom inná teiginn og Alisson skallaði boltann í fjærhornið ! Mark sem allir sóknarmenn hefðu verið stoltir af, stökkið frábært og skallinn fullkominn. Mikilvægi þessa sigurs var gríðarlegt í baráttunni í deildinni.
Markið hlaut yfir 65% kosningu sem mark ársins og skal engan undra. Mohamed Salah er svo í næstu sætum þar fyrir neðan en hann skoraði auðvitað mörg falleg mörk á nýliðnu tímabili.

Hér er listinn yfir 10 fallegstu mörk 2020-2021:
1. Alisson Becker gegn West Bromwich Albion
2. Mohamed Salah gegn Leeds United
3. Mohamed Salah gegn West Ham United
4. Mohamed Salah gegn Crystal Palace
5. Mohamed Salah gegn Atalanta BC
6. Mohamed Salah gegn Everton
7. Trent Alexander-Arnold gegn Aston Villa
8. Mohamed Salah gegn Leicester City
9. Rinsola Babajide gegn Sheffield United
10. Mateusz Musialowski gegn Newcastle United
Hér má svo sjá myndband af mörkunum í efstu fimm sætunum.
Komið var fram á 95. mínútu í uppbótartíma á The Hawthorns þar sem staðan var 1-1 hjá Liverpool og West Bromwich Albion. Heimamenn voru fallnir fyrir leikinn og höfðu að litlu að keppa. Þeir komust yfir snemma leiks, Mohamed Salah jafnaði metin og þannig var staðan í hálfleik. Pirringur okkar stuðningsmanna byggðist upp eftir því sem leið á leikinn og möguleikinn á að enda í topp fjórum í deildinni fjarlægðist. Alisson skokkaði fram völlinn þegar hornspyrna vannst, líklega síðasta spyrna leiksins. Frábær fyrirgjöf frá Alexander-Arnold kom inná teiginn og Alisson skallaði boltann í fjærhornið ! Mark sem allir sóknarmenn hefðu verið stoltir af, stökkið frábært og skallinn fullkominn. Mikilvægi þessa sigurs var gríðarlegt í baráttunni í deildinni.
Markið hlaut yfir 65% kosningu sem mark ársins og skal engan undra. Mohamed Salah er svo í næstu sætum þar fyrir neðan en hann skoraði auðvitað mörg falleg mörk á nýliðnu tímabili.

Hér er listinn yfir 10 fallegstu mörk 2020-2021:
1. Alisson Becker gegn West Bromwich Albion
2. Mohamed Salah gegn Leeds United
3. Mohamed Salah gegn West Ham United
4. Mohamed Salah gegn Crystal Palace
5. Mohamed Salah gegn Atalanta BC
6. Mohamed Salah gegn Everton
7. Trent Alexander-Arnold gegn Aston Villa
8. Mohamed Salah gegn Leicester City
9. Rinsola Babajide gegn Sheffield United
10. Mateusz Musialowski gegn Newcastle United
Hér má svo sjá myndband af mörkunum í efstu fimm sætunum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut -
| Sf. Gutt
Skjaldarleikurinn liggur fyrir! -
| Sf. Gutt
Florian Wirtz keyptur fyrir metfé! -
| Sf. Gutt
Vitezslav Jaros lánaður -
| Sf. Gutt
Leikjadagskráin birt -
| Sf. Gutt
Ungliðar á braut -
| Sf. Gutt
Það fengust peningar fyrir Trent
Fréttageymslan