| HI

Uppboð til styrktar Umhyggju (Uppboði lokið, hæsta boð 270.000)

Liverpoolklúbburinn á Íslandi stendur fyrir uppboði á mögnuðum grip sem hver stuðningsmaður
 yrði stoltur af að eiga. Uppboðið er til styrktar Umhyggju, félags langveikra barna, og það að ákveðnu tilefni.

Kamilla Eir Styrmisdóttir lést 6. maí síðastliðinn, rétt tæplega sex mánaða gömul. Kamilla barðist bæði við hjartabilun og efnaskiptasjúkdóminn MMA á sinni stuttu ævi.

Fjölskylda Kamillu heitinnar er miklir stuðningsmenn Liverpool og því hefur Liverpoolklúbburinn á Íslandi ákveðið að efna til uppboðs á treyju til minningar um Kamillu. Treyjan er merkt Xabi Alonso og árituð af þessum frábæra leikmanni, sem lék með Liverpool árin 2004-2009. 

Xabi lék 210 leiki með Liverpool og skoraði 19 mörk. Hann varð Evrópu- og Stórbikarmeistari með Liverpool 2005. Hann vann svo FA bikarinn og Samfélagsskjöldinn 2006. 

Uppboðsfjárhæðin mun renna óskiptur til Umhyggju – félags langveikra barna, sem veitti fjölskyldu Kamillu mikinn stuðning í veikindum hennar og eftir að hún lést.

Boð í gripinn er hægt að senda á netfangið [email protected], eða í gegnum Facebooksíðu Liverpoolklúbbsins. Uppboðið stendur til sunnudagsins 30. maí og verður hægt að fylgjast með framvindunni hér í þessari færslu, þar sem við tilgreinum hæsta boð sem borist hefur hverju sinni.

Hæsta boð nú er 270.000 krónur.


  
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan