| Sf. Gutt

Af kvennaliðinu

Það líður að lokum leiktíðar í næst efstu deild kvenna. Lið Liverpool er í efri hluta deildarinnar en kemst ekki upp í fyrstu tilraun. Liðið er í fjórða sæti með 35 stig eftir 18 leiki. Leicester City leiðir deildina með 47 stig. 

Það hefur gengið upp og ofan á leiktíðinni. Vicky Jepson, sem lengi starfaði við þjálfun kvennaliðsins, hætti óvænt störfum eftir að kom fram á leiktíðina. Út var gefið að starfslok hennar hefðu verið sameiginleg ákvörðun hennar og stjórnar. 

Við starfi Vicky tók Amber Whiteley. Reyndar var hún bara ráðin til bráðabrigða. Henni hefur þó gengið nokkuð vel með liðið eftir að hún tók við og var kjörinn Framkvæmdastjóri mánaðarins í deildinni fyrir mars. 

Liverpool var dæmt niður um deild á síðustu leiktíð en deildarkeppninni var slitið áður en henni lauk vegna heimsfaraldurins. Það verða að teljast vonbrigði að komast ekki upp í fyrstu tilraun en liðið er einfaldlega ekki nógu gott ennþá sem komið er. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan