| Sf. Gutt
Gat það verið! Loksins þegar Diogo Jota var kominn í gang og búinn að skora er hann úr leik að sinni. Hann varð fyrir meiðslum í leiknum á móti Fulham á sunnudaginn en hann skoraði einmitt sitt 100. mark í ensku knattspyrnunni í leiknum. Diogo var nýkominn til baka eftir meiðsli sem hann varð fyrir á móti Brentford í febrúar.
Diogo fann fyrir eymslum í mjöðminni eftir leikinn. Þau versnuðu og nú er talið líklegt að hann verði frá í hálfan mánuð eða svo. Það er hið versta mál enda er Diogo búinn að skora 15 sinnum á keppnistímabilinu. Aðeins Mohamed Salah og Darwin Núnez hafa skorað fleiri mörk á sparktíðinni fyrir Liverpool.
TIL BAKA
Diogo Jota meiddur

Gat það verið! Loksins þegar Diogo Jota var kominn í gang og búinn að skora er hann úr leik að sinni. Hann varð fyrir meiðslum í leiknum á móti Fulham á sunnudaginn en hann skoraði einmitt sitt 100. mark í ensku knattspyrnunni í leiknum. Diogo var nýkominn til baka eftir meiðsli sem hann varð fyrir á móti Brentford í febrúar.
Diogo fann fyrir eymslum í mjöðminni eftir leikinn. Þau versnuðu og nú er talið líklegt að hann verði frá í hálfan mánuð eða svo. Það er hið versta mál enda er Diogo búinn að skora 15 sinnum á keppnistímabilinu. Aðeins Mohamed Salah og Darwin Núnez hafa skorað fleiri mörk á sparktíðinni fyrir Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Mohamed skilinn eftir heima í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Allt í uppnámi eftir hörð orð Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Í minningu
Fréttageymslan

