| Sf. Gutt

Liverpool vs Brighton and Hove Albion
Liverpool hefur verið að braggast í síðustu leikjum eftir slæman kafla um jól og fram á nýja árið. Nú þarf að fylgja góðum úrslitum eftir. Bataferlið hófst í bikarleiknum við Manchester United og batinn hefur verið stöðugur í síðustu tveimur leikjum. Góðir sigrar í höfuðstaðnum hafa komið Liverpool í gang. Í það minnsta virðist svo vera.
Viðskipti gærdagsins þýða að Liverpool hefur nú tvo unga miðverði til viðbótar við þá Rhys Williams og Nathaniel Phillips. Allir þrír reyndustu miðverðir Liverpool sem lagt var upp með í þetta keppnistímabili eru komnir í sumarfrí. Það má alla vega mikið vera ef það breytist. Fabinho Tavarez og Jordan Henderson hafa bakkað af miðjunni til að spila sem miðverðir en reyndar er Brasilíumaðurinn meiddur. Það má telja mikið afrek að Liverpool sé í þessari stöðu í deildinni miðað við öll meiðslin sem hafa herjað á liðshópinn.
Manchester liðin eru fyrir ofan Liverpool á þessum tímapunkti og Liverpool þarf að halda í við þau. Manchester City kemur í heimsókn til Liverpool á sunnudaginn og þess vegna verður Liverpool að vinna Brighton. Samt þýðir ekkert annað en að hugsa um einn leik í einu. Það er ekkert nýtt í því. Mávarnir unnu Tottenham í sínum síðasta leik og eru seigir á góðum degi. Jafntefli varð í fyrri leik liðanna en reyndar hefði Liverpool unnið þann leik ef sjónvarpsruglið hefði ekki komið til sögunnar á síðustu stundu.

Liverpool vinnur Brighton annað kvöld en leikurinn gæti orðið erfiður. Liverpool nær samt 3:0 sigri. Mohamed Salah skorar tvö mörk og Divok Origi eitt.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Liverpool vs Brighton and Hove Albion
Liverpool hefur verið að braggast í síðustu leikjum eftir slæman kafla um jól og fram á nýja árið. Nú þarf að fylgja góðum úrslitum eftir. Bataferlið hófst í bikarleiknum við Manchester United og batinn hefur verið stöðugur í síðustu tveimur leikjum. Góðir sigrar í höfuðstaðnum hafa komið Liverpool í gang. Í það minnsta virðist svo vera.

Viðskipti gærdagsins þýða að Liverpool hefur nú tvo unga miðverði til viðbótar við þá Rhys Williams og Nathaniel Phillips. Allir þrír reyndustu miðverðir Liverpool sem lagt var upp með í þetta keppnistímabili eru komnir í sumarfrí. Það má alla vega mikið vera ef það breytist. Fabinho Tavarez og Jordan Henderson hafa bakkað af miðjunni til að spila sem miðverðir en reyndar er Brasilíumaðurinn meiddur. Það má telja mikið afrek að Liverpool sé í þessari stöðu í deildinni miðað við öll meiðslin sem hafa herjað á liðshópinn.
Manchester liðin eru fyrir ofan Liverpool á þessum tímapunkti og Liverpool þarf að halda í við þau. Manchester City kemur í heimsókn til Liverpool á sunnudaginn og þess vegna verður Liverpool að vinna Brighton. Samt þýðir ekkert annað en að hugsa um einn leik í einu. Það er ekkert nýtt í því. Mávarnir unnu Tottenham í sínum síðasta leik og eru seigir á góðum degi. Jafntefli varð í fyrri leik liðanna en reyndar hefði Liverpool unnið þann leik ef sjónvarpsruglið hefði ekki komið til sögunnar á síðustu stundu.

Liverpool vinnur Brighton annað kvöld en leikurinn gæti orðið erfiður. Liverpool nær samt 3:0 sigri. Mohamed Salah skorar tvö mörk og Divok Origi eitt.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Baráttusigur! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Erfitt verkefni! -
| Sf. Gutt
Slæmt tap varð að sætum sigri á 81 sekúndu! -
| Sf. Gutt
Farseðill upp á lengri Evrópuvegferð tryggður! -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Manchester United og félagakerfi -
| Sf. Gutt
Aldarfjórðungur frá frumraun Steven Gerrard -
| Sf. Gutt
Tveir í viðbót á meiðslalistann -
| Sf. Gutt
Gemma Bonner setur leikjamet! -
| Sf. Gutt
Spiluðum alls ekki frábærlega
Fréttageymslan