| Sf. Gutt
Það er alltaf gott að komast í sumarfrí en það er fullsnemmt í febrúar. Joël Matip er sem sagt kominn í sumarfrí og það kemur ekki til af góðu.

Joël er búinn að meiðast aftur og aftur á þessu keppnistímabili en hefur spilað frábærlega þegar hann hefur verðið leikfær. Joël hóf leikinn á móti Tottenham í síðustu viku en fór út af í leikhléi. Hann var að sjálfsögðu meiddur og í kvöld var staðfest að hann gæti ekki spilað meira á leiktíðinni. Liðbönd í ökkla eru illa farin og nú verður farið í að koma öllu í almennilegt lag. Joël er búinn að meiðast hvað eftir annað síðan hann kom til Liverpool. Hann spilaði 12 leiki á leiktíðinni.
Liverpool hóf keppnistímabilið með þá Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joël Matip sem aðalmiðverði. Dejan Lovren var seldur og treyst á að þeir þrír, sem fyrr eru nefndir, myndu haldast heilir. Þeir hafa á hinn bóginn allir heltst úr lestinni og óheppnin alveg með eindæmum.
Í daga hafa tveir miðverðir gengið til liðs við Liverpool. Ekki mun af veita!
TIL BAKA
Joël Matip kominn í sumarfrí

Það er alltaf gott að komast í sumarfrí en það er fullsnemmt í febrúar. Joël Matip er sem sagt kominn í sumarfrí og það kemur ekki til af góðu.

Joël er búinn að meiðast aftur og aftur á þessu keppnistímabili en hefur spilað frábærlega þegar hann hefur verðið leikfær. Joël hóf leikinn á móti Tottenham í síðustu viku en fór út af í leikhléi. Hann var að sjálfsögðu meiddur og í kvöld var staðfest að hann gæti ekki spilað meira á leiktíðinni. Liðbönd í ökkla eru illa farin og nú verður farið í að koma öllu í almennilegt lag. Joël er búinn að meiðast hvað eftir annað síðan hann kom til Liverpool. Hann spilaði 12 leiki á leiktíðinni.
Liverpool hóf keppnistímabilið með þá Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joël Matip sem aðalmiðverði. Dejan Lovren var seldur og treyst á að þeir þrír, sem fyrr eru nefndir, myndu haldast heilir. Þeir hafa á hinn bóginn allir heltst úr lestinni og óheppnin alveg með eindæmum.
Í daga hafa tveir miðverðir gengið til liðs við Liverpool. Ekki mun af veita!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!
Fréttageymslan