| Sf. Gutt

Liverpool vs Leicester City
Mörg landsleikjhlé hafa verið dýrkypt fyrir Liverpool en fá verri en það sem nú var að klárast. Hver leikmaðurinn af öðrum hefur helst úr lestinni og nú er að sjá hverjir verða til taks þegar Leicester City kemur í heimsókn á Anfield Road annað kvöld.
Reyndar byjuðu meiðslin áður en landsleikjahléið hófst. Trent Alexander-Arnold bættist í hóp Virgil van Dijk, Fabinho Tavarez og Thiago Alcantara sem voru þegar meiddir. Svo þegar landsleikirnir fóru af stað bættust fleiri á meiðslalistann. Joe Gomez hrundi reyndar niður á æfingu áður en enska liðið spilaði. Svo fór Jordan Henderson heim áður en landsleikjum var lokið og hann verður eitthvað frá. Ungliðinn Rhys Williams fór líka heima áður en landsliðsverkefnum lauk.
Andrew Robertson hvíldi í einn leik af þremur en spilaði þann síðasta og gæti verið leikfær. Mohamed Salah fór í brúðkaup bróður síns í Egyptalandi og virðist sýktur af veirunni skæðu. Óvíst er hvenær hann spilar aftur en hann fékk þó alla vega hvíld því hann spilaði ekkert. Allt á sömu bókina lært.
Loksins kom góð frétt þegar myndir úr herbúðum Liverpool sýndu að Alex Oxlade-Chamberlain er farinn að æfa. Hann hefur enn ekki leikið á leiktíðinni. Það verður gott að fá hann aftur til leiks en það á eftir að taka hann tíma að koma sér í leikhæft form.
Í vikunni hófu leikmenn Liverpool æfingar í nýju æfingamiðstöðinni í Kirkby. Á myndum er að sjá að aðstaðan sé eins og best verður á kosið. Jürgen Klopp segir æfingamiðstöðina svo til fullkomna. Það er eftirsjá í Melwood en nýja aðstaðan mætir þörfum tímans. Leikfærir leikmenn Liverpool hafa verð að mæta á nýja svæðið eftir landsleikina og þeim virðist lítast vel á aðstæður!
Fyrir þessa umferð var Leicester City í efsta sæti deildarinnar. Liðið er búið að standa sig mjög vel á keppnistímabilinu eftir að hafa misst flugið í sumar eftir að deildin hófst eftir pestarhlé. Fyrir hlé var Leicester með eitt af fjórum efstu sætunum í sínum höndum en ekki tókst að halda þeirri stöðu.
Liverpool vann eftirminnilegan 2:1 sigur þegar liðin mættust í deildinni á Anfield á liðinni leiktíð. Þá skoraði James Milner sigurmark úr víti á allra síðustu stundu í 2:1 sigri. Ég spái Liverpool sigri með sömu tölum núna. Roberto Firmino og Diogo Jota skora mörkin.
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin

Liverpool vs Leicester City
Mörg landsleikjhlé hafa verið dýrkypt fyrir Liverpool en fá verri en það sem nú var að klárast. Hver leikmaðurinn af öðrum hefur helst úr lestinni og nú er að sjá hverjir verða til taks þegar Leicester City kemur í heimsókn á Anfield Road annað kvöld.
Reyndar byjuðu meiðslin áður en landsleikjahléið hófst. Trent Alexander-Arnold bættist í hóp Virgil van Dijk, Fabinho Tavarez og Thiago Alcantara sem voru þegar meiddir. Svo þegar landsleikirnir fóru af stað bættust fleiri á meiðslalistann. Joe Gomez hrundi reyndar niður á æfingu áður en enska liðið spilaði. Svo fór Jordan Henderson heim áður en landsleikjum var lokið og hann verður eitthvað frá. Ungliðinn Rhys Williams fór líka heima áður en landsliðsverkefnum lauk.
Andrew Robertson hvíldi í einn leik af þremur en spilaði þann síðasta og gæti verið leikfær. Mohamed Salah fór í brúðkaup bróður síns í Egyptalandi og virðist sýktur af veirunni skæðu. Óvíst er hvenær hann spilar aftur en hann fékk þó alla vega hvíld því hann spilaði ekkert. Allt á sömu bókina lært.

Loksins kom góð frétt þegar myndir úr herbúðum Liverpool sýndu að Alex Oxlade-Chamberlain er farinn að æfa. Hann hefur enn ekki leikið á leiktíðinni. Það verður gott að fá hann aftur til leiks en það á eftir að taka hann tíma að koma sér í leikhæft form.

Í vikunni hófu leikmenn Liverpool æfingar í nýju æfingamiðstöðinni í Kirkby. Á myndum er að sjá að aðstaðan sé eins og best verður á kosið. Jürgen Klopp segir æfingamiðstöðina svo til fullkomna. Það er eftirsjá í Melwood en nýja aðstaðan mætir þörfum tímans. Leikfærir leikmenn Liverpool hafa verð að mæta á nýja svæðið eftir landsleikina og þeim virðist lítast vel á aðstæður!
Fyrir þessa umferð var Leicester City í efsta sæti deildarinnar. Liðið er búið að standa sig mjög vel á keppnistímabilinu eftir að hafa misst flugið í sumar eftir að deildin hófst eftir pestarhlé. Fyrir hlé var Leicester með eitt af fjórum efstu sætunum í sínum höndum en ekki tókst að halda þeirri stöðu.

Liverpool vann eftirminnilegan 2:1 sigur þegar liðin mættust í deildinni á Anfield á liðinni leiktíð. Þá skoraði James Milner sigurmark úr víti á allra síðustu stundu í 2:1 sigri. Ég spái Liverpool sigri með sömu tölum núna. Roberto Firmino og Diogo Jota skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu Diogo Jota -
| Sf. Gutt
Bræðurnir Diogo og André bornir til grafar -
| Sf. Gutt
Diogo Jota látinn -
| Sf. Gutt
Af EM -
| Sf. Gutt
Bara Real Madrid! -
| Sf. Gutt
Þrír Evrópumeistarar! -
| Sf. Gutt
Æfingaleikir sumarsins -
| Sf. Gutt
Annar nýr markmaður -
| Sf. Gutt
Milos Kerkez kominn til Liverpool -
| Sf. Gutt
Nathaniel Phillips heldur á braut
Fréttageymslan