| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í Amsterdam
Naumur sigur vannst á Ajax í fyrsta leik liðanna í D-riðli Meistaradeildar. Sjálfsmark Nicolas Tagliafico reyndist eina mark leiksins.
Byrjunarlið gestanna kom fátt á óvart, að minnsta kosti hvað vörnina varðar. Adrián í marki, Robertson og Alexander-Arnold bakverðir og Fabinho og Joe Gomez miðverðir. Á miðjunni fékk Curtis Jones að byrja ásamt Milner og Wijnaldum og fremstu þrír voru auðvitað Salah, Mané og Firmino.
Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi. Lisandro Martinez átti skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu en Adrián var vel á verði, hornspyrnan kom reyndar eftir að Adrián hafði verið alltof lengi að koma boltanum í leik, þegar hann loksins ákvað að sparka fram var Dusan Tadic mættur í pressunni og náði hann að komast fyrir boltann. Eins og áður sagði bætti Adrián fyrir þessi mistök með fínni vörslu. Á 21. mínútu átti svo Ryan Gravenberch fast skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá. Það var svosem ekki mikið að frétta uppvið mark gestanna en eftir rúmlega hálftíma leik var Salah næstum búinn að senda Firmino einan í gegn með lúmskri hælspyrnu en Daley Blind varðist vel og komst í boltann.
Quincy Promes fékk svo úrvals færi á markteignum eftir gott samspil en Adrián gerði mjög vel í að verja skotið, líklega hefði Promes verið dæmdur rangstæður ef hann hefði skorað, ef marka má endursýningu. Liverpool menn sóttu hratt upp völlinn í kjölfarið og fengu innkast vinstra megin. Boltanum var kastað á Sadio Mané sem gerði frábærlega í að snúa af sér varnarmann. Hann lék inná teiginn og skaut að marki. Skotið var alls ekki gott en Tagliafico sá til þess að koma boltanum í markið á klaufalegan hátt. Salah fékk svo fínt færi fimm mínútum síðar eftir góða rispu upp völlinn frá Robertson en varnarmaður náði að komast í veg fyrir skotið sem stefndi í fjærhornið. Fjörið var ekki alveg búið því Tadic fékk sendingu innfyrir vörnina og var kominn einn gegn Adrián. Hann lyfti boltanum yfir Spánverjann en Fabinho kom askvaðandi og hreinsaði frá marki á glæsilegan hátt með bakfallsspyrnu. Frábær varnarleikur ! Staðan 0-1 í hálfleik.
Klopp gerði skiptingu í hálfleik þegar Jones fór af velli fyrir Jordan Henderson. Heimamenn mættu grimmir til leiks og ekki voru margar mínútur liðnar þegar Klaassen þrumaði í stöngina með skoti utarlega í teignum. Á 57. mínútu varði Adrián svo vel þegar Promes átti skot úr miðjum teignum. Eftir klukkutíma leik gerði Klopp þrefalda skiptingu þegar hann sendi Shaqiri, Minamino og Jota inn fyrir Salah, Mané og Firmino. Það færðist alvöru fjör í leikinn á lokamínútunum því heimamenn bættu vel í sóknina sem bauð auðvitað uppá skyndisóknir frá okkar mönnum á móti. Jota fékk tvisvar sinnum ágætt færi til að skora og á lokamínútum venjulegs leiktíma komst Wijnaldum einn í gegn en Onana í markinu kom vel út á móti og varði. Í uppbótartíma skaut svo Jurgen Ekkelenkamp yfir markið úr teignum eftir að Adrián hafði reynt að slá boltann frá í úthlaupi, en Liverpool menn önduðu léttar skömmu síðar þegar flautað var til leiksloka. Gríðarlega mikilvægt að ná sigri strax í fyrsta leik og ekki skemmdi fyrir að markinu var haldið hreinu.
Ajax: Onana, Mazraoui, Schuurs (Traoré, 84. mín.), Martínez, Tagliafico, Klaassen (Ekkelenkamp, 74. mín.), Blind (Huntelaar, 83. mín.), Gravenberch, Neres Campos (Labyad, 84. mín.), Kudus (Promes, 9. mín.), Tadic. Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Álvarez, Kotarski.
Gult spjald: Promes.
Liverpool: Adrián, Alexander-Arnold, Fabinho, Gomez, Robertson, Milner (R. Williams, 90+2 mín.), Wijnaldum, Jones (Henderson, 45. mín.), Salah (Shaqiri, 60. mín.), Firmino (Jota, 60. mín.), Mané (Minamino, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Jaros, Cain, N. Williams, Origi.
Mark Liverpool: Sjálfsmark (35. mín.).
Gul spjöld: Alexander-Arnold og Milner.
Maður leiksins: Fabinho mætti í miðvörðinn og spilaði frábærlega. Bjargaði einu sinni stórkostlega á línu og var virkilega öflugur í öllum sínum aðgerðum.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var nógu gott til að vinna leikinn. Það er það eina sem maður þarf. Ég held að bæði lið hafi getað spilað betri leik, á stundum var þetta svolítið villt. Völlurinn var djúpur og laus í sér. Fyrir þrem dögum síðan leit hann allt öðruvísi út og á æfingu í gær sömuleiðis. En við nýttum ekki okkar færi sem var synd. Ajax áttu eitt skot í stöng og svona hlutir gerast þegar maður er bara með eins marks forystu. En heilt yfir er ég ánægður með leikinn. Þetta var ekki besta knattspyrnan en við vildum þrjú stig og náðum í þau."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa ekki tapað í síðustu sjö viðureignum sínum við hollensk lið og haldið hreinu í fimm af þessum sjö leikjum (4 sigrar og 3 jafntefli).
- Þetta var aðeins í annað skiptið frá byrjun síðasta tímabils sem okkar menn halda hreinu í Meistaradeildinni.
- James Milner varð þriðji elsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila í Evrópukeppni meistaraliða/Meistaradeildinni, hann er 34 ára og 291 daga gamall. Þeir tveir elstu eru Gary McAllister (37 ára og 84 daga) og Ian Callaghan (35 ára og 353 daga).
- Mohamed Salah hefur nú spilað 160 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum, 100 mörk hefur kappinn skorað í þessum leikjum.
- Curtis Jones spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið. Hann varð þar með fimmti yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila í Evrópu (19 ára og 265 daga gamall).
Byrjunarlið gestanna kom fátt á óvart, að minnsta kosti hvað vörnina varðar. Adrián í marki, Robertson og Alexander-Arnold bakverðir og Fabinho og Joe Gomez miðverðir. Á miðjunni fékk Curtis Jones að byrja ásamt Milner og Wijnaldum og fremstu þrír voru auðvitað Salah, Mané og Firmino.
Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi. Lisandro Martinez átti skalla af stuttu færi eftir hornspyrnu en Adrián var vel á verði, hornspyrnan kom reyndar eftir að Adrián hafði verið alltof lengi að koma boltanum í leik, þegar hann loksins ákvað að sparka fram var Dusan Tadic mættur í pressunni og náði hann að komast fyrir boltann. Eins og áður sagði bætti Adrián fyrir þessi mistök með fínni vörslu. Á 21. mínútu átti svo Ryan Gravenberch fast skot fyrir utan teig sem fór rétt framhjá. Það var svosem ekki mikið að frétta uppvið mark gestanna en eftir rúmlega hálftíma leik var Salah næstum búinn að senda Firmino einan í gegn með lúmskri hælspyrnu en Daley Blind varðist vel og komst í boltann.
Quincy Promes fékk svo úrvals færi á markteignum eftir gott samspil en Adrián gerði mjög vel í að verja skotið, líklega hefði Promes verið dæmdur rangstæður ef hann hefði skorað, ef marka má endursýningu. Liverpool menn sóttu hratt upp völlinn í kjölfarið og fengu innkast vinstra megin. Boltanum var kastað á Sadio Mané sem gerði frábærlega í að snúa af sér varnarmann. Hann lék inná teiginn og skaut að marki. Skotið var alls ekki gott en Tagliafico sá til þess að koma boltanum í markið á klaufalegan hátt. Salah fékk svo fínt færi fimm mínútum síðar eftir góða rispu upp völlinn frá Robertson en varnarmaður náði að komast í veg fyrir skotið sem stefndi í fjærhornið. Fjörið var ekki alveg búið því Tadic fékk sendingu innfyrir vörnina og var kominn einn gegn Adrián. Hann lyfti boltanum yfir Spánverjann en Fabinho kom askvaðandi og hreinsaði frá marki á glæsilegan hátt með bakfallsspyrnu. Frábær varnarleikur ! Staðan 0-1 í hálfleik.
Klopp gerði skiptingu í hálfleik þegar Jones fór af velli fyrir Jordan Henderson. Heimamenn mættu grimmir til leiks og ekki voru margar mínútur liðnar þegar Klaassen þrumaði í stöngina með skoti utarlega í teignum. Á 57. mínútu varði Adrián svo vel þegar Promes átti skot úr miðjum teignum. Eftir klukkutíma leik gerði Klopp þrefalda skiptingu þegar hann sendi Shaqiri, Minamino og Jota inn fyrir Salah, Mané og Firmino. Það færðist alvöru fjör í leikinn á lokamínútunum því heimamenn bættu vel í sóknina sem bauð auðvitað uppá skyndisóknir frá okkar mönnum á móti. Jota fékk tvisvar sinnum ágætt færi til að skora og á lokamínútum venjulegs leiktíma komst Wijnaldum einn í gegn en Onana í markinu kom vel út á móti og varði. Í uppbótartíma skaut svo Jurgen Ekkelenkamp yfir markið úr teignum eftir að Adrián hafði reynt að slá boltann frá í úthlaupi, en Liverpool menn önduðu léttar skömmu síðar þegar flautað var til leiksloka. Gríðarlega mikilvægt að ná sigri strax í fyrsta leik og ekki skemmdi fyrir að markinu var haldið hreinu.
Ajax: Onana, Mazraoui, Schuurs (Traoré, 84. mín.), Martínez, Tagliafico, Klaassen (Ekkelenkamp, 74. mín.), Blind (Huntelaar, 83. mín.), Gravenberch, Neres Campos (Labyad, 84. mín.), Kudus (Promes, 9. mín.), Tadic. Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Álvarez, Kotarski.
Gult spjald: Promes.
Liverpool: Adrián, Alexander-Arnold, Fabinho, Gomez, Robertson, Milner (R. Williams, 90+2 mín.), Wijnaldum, Jones (Henderson, 45. mín.), Salah (Shaqiri, 60. mín.), Firmino (Jota, 60. mín.), Mané (Minamino, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Jaros, Cain, N. Williams, Origi.
Mark Liverpool: Sjálfsmark (35. mín.).
Gul spjöld: Alexander-Arnold og Milner.
Maður leiksins: Fabinho mætti í miðvörðinn og spilaði frábærlega. Bjargaði einu sinni stórkostlega á línu og var virkilega öflugur í öllum sínum aðgerðum.
Jürgen Klopp: ,,Þetta var nógu gott til að vinna leikinn. Það er það eina sem maður þarf. Ég held að bæði lið hafi getað spilað betri leik, á stundum var þetta svolítið villt. Völlurinn var djúpur og laus í sér. Fyrir þrem dögum síðan leit hann allt öðruvísi út og á æfingu í gær sömuleiðis. En við nýttum ekki okkar færi sem var synd. Ajax áttu eitt skot í stöng og svona hlutir gerast þegar maður er bara með eins marks forystu. En heilt yfir er ég ánægður með leikinn. Þetta var ekki besta knattspyrnan en við vildum þrjú stig og náðum í þau."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa ekki tapað í síðustu sjö viðureignum sínum við hollensk lið og haldið hreinu í fimm af þessum sjö leikjum (4 sigrar og 3 jafntefli).
- Þetta var aðeins í annað skiptið frá byrjun síðasta tímabils sem okkar menn halda hreinu í Meistaradeildinni.
- James Milner varð þriðji elsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila í Evrópukeppni meistaraliða/Meistaradeildinni, hann er 34 ára og 291 daga gamall. Þeir tveir elstu eru Gary McAllister (37 ára og 84 daga) og Ian Callaghan (35 ára og 353 daga).
- Mohamed Salah hefur nú spilað 160 leiki fyrir Liverpool í öllum keppnum, 100 mörk hefur kappinn skorað í þessum leikjum.
- Curtis Jones spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið. Hann varð þar með fimmti yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins til að spila í Evrópu (19 ára og 265 daga gamall).
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur í Þýskalandi!
Fréttageymslan