| Sf. Gutt

Aldrei fleiri horft á leik í ensku knattspyrnunni!


Í gær féll enn eitt metið sem Liverpool á hlut í. Reyndar kom Everton líka við sögu. Aldrei fyrr hafa fleiri horft á deildarleik í sjónvarpi á Englandi!

Mikil eftirvænting var fyrir grannaslaginn í Liverpool í gær. Að minnsta kosti ef marka má áhorfstölur. Leiknum var sjónvarpað á Sky sjónvarpsstöðinni og alls horfðu fimm og hálf milljón manna á leikinn. Það er metáhorf á deildarleik í ensku knattsprynunni. Gamla metið var frá 2012. Þá horfðu 4,3 milljónir á grannaslag Manchester liðanna. Það er ekki að sökum að spyrja þegar Liverpool er annars vegar. Áhuginn er mikill á liðinu!

Í Liverpool borg búa um það bil hálf milljón manns. Tölur eru reyndar mismundandi eftir því hvort úthverfi eru talin. Ef námundað er gróft þá mætti segja að þó allir í Liverpool hefðu horft á leikinn í sjónvarpi þá hefðu samt fimm milljónir manns til viðbótar víðsvegar um landið líka stillt á leik Everton og Liverpool. Leikurinn var auðvitað tíðindalítill og markalaus en hann var samt metleikur!



Goodison Park var auðvitað tómur ef frá er talið nauðsynlegasta starfsfólk við framkvæmd leiksins, fjölmiðlafólk, liðshópar Everton og Liverpool og fólk sem tengist liðunum. Reyndar var Kenny Dalglish uppi í stúku! 

Þetta er auðvitað í fyrsta sinn sem engir áhorfendur eru á leik Liverpool og Everton frá upphafi vega. Í því samhengi má nefna að 10.000 áhorfendur horfðu á fyrsta leik liðanna 22. apríl 1893 í Liverpool bikarkeppninni. Liverpool vann leikinn 1:0 og vann um leið keppnina!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan