| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Leikið á Merseyside
Í dag var tilkynnt að Liverpool getur spilað heimaleiki sína, sem eftir eru á tímabilinu, á Anfield. Þá mun nágrannaslagurinn fara fram á heimavelli Everton, Goodison Park.
Félagið birti áðan tilkynningu á vefsíðunni að það fagnar ákvörðun þartilgerðra yfirvalda að heimila leiki á Merseyside fyrir luktum dyrum. En eins og áður hefur komið fram var ekki víst að leikurinn við Everton færi fram í Liverpool borg. Nú hefur semsagt verið gefið grænt ljós á það og verður fyrsti leikur okkar manna semsagt sunnudaginn 21. júní kl. 18:00 á Goodison Park. Þetta þýðir einnig það að heimaleikir við Crystal Palace, Aston Villa, Burnley og Chelsea fara fram á Anfield en að sjálfsögðu verða engir áhorfendur til staðar.
Enn er þó óvíst hvort að útileikurinn við Manchester City, sem á að fara fram þann 2. júlí verði á Etihad leikvanginum í Manchester, einnig er möguleiki á því að lokaleikur tímabilsins, úti gegn Newcastle, verði ekki á St. James' Park.
Félagið birti áðan tilkynningu á vefsíðunni að það fagnar ákvörðun þartilgerðra yfirvalda að heimila leiki á Merseyside fyrir luktum dyrum. En eins og áður hefur komið fram var ekki víst að leikurinn við Everton færi fram í Liverpool borg. Nú hefur semsagt verið gefið grænt ljós á það og verður fyrsti leikur okkar manna semsagt sunnudaginn 21. júní kl. 18:00 á Goodison Park. Þetta þýðir einnig það að heimaleikir við Crystal Palace, Aston Villa, Burnley og Chelsea fara fram á Anfield en að sjálfsögðu verða engir áhorfendur til staðar.
Enn er þó óvíst hvort að útileikurinn við Manchester City, sem á að fara fram þann 2. júlí verði á Etihad leikvanginum í Manchester, einnig er möguleiki á því að lokaleikur tímabilsins, úti gegn Newcastle, verði ekki á St. James' Park.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Stóð sannarlega undir væntingum! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Deildarbikarnum! -
| Sf. Gutt
Íslenskir heiðursgestir á Anfield! -
| Sf. Gutt
Trent kominn upp í 100! -
| Sf. Gutt
Sorgarfréttir -
| Sf. Gutt
Fjórir sigrar í röð í Mílanó! -
| Sf. Gutt
Ótrúlegur munur! -
| Sf. Gutt
Til hamingju!
Fréttageymslan