Af hverju er Trent ennþá númer 66?

Lee Radcliffe búningastjóri Liverpool var sá sem úthlutaði honum númerinu fyrst. Hefðin er að þegar menn koma úr akademíunni og byrja að æfa á Melwood fá þeir háum númerum úthlutað. Í því felast skilaboð um að þó að maður hafi komist á Melwood er enn langur vegur í að komast í aðalliðið. „Þetta var númer sem var laust og hann fékk það,“ segir Radcliffe.
Hann átti hins vegar ekki von á að sjá Trent vinna titla með þetta númer á bakinu.
„Það er skrítið að sjá svona hátt númer á þessum stað, og að viðkomandi leikmaður sé bara sáttur við það. Trent hefur bara verið ánægður með að vera í liðinu og virðist ekki gera sér grein fyrir því sjálfur hversu góður hann er. Hann biður aldrei um neitt.“
Og það er stóra ástæðan fyrir því að hann er ennþá með þetta númer. Þeir sem vinna sér fast sæti í liðinu með þetta hátt númer biðja vanalega um að fá eitthvað lægra. „Slík beiðni kemur vanalega eftir um það bil ár í liðinu. Ég hef lengi hugsað að það muni nú ekki líða á löngu þangað til hann fær lægra númer. Við höfum geymt að senda pöntunina fyrir æfinga- og keppnisbúninga fram á síðustu stundu af því að við búumst alltaf við þessari beiðni. En hún hefur aldrei komið.“Radcliffe segir treyjuna standa stuðningsmönnum býsna nærri og því gæti mögulega verið erfiðara að skipta núna. Það verður að koma í ljós hvort af því verður.
-
| Sf. Gutt
Endurtekið efni! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas gerir nýjan samning -
| Sf. Gutt
Áfram í undanúrslit! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp setur nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Evrópuvegferð Liverpool byrjaði vel! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Ben Doak kominn með nýjan samning