| HI

Minamino segist enn vera að aðlagast

Takumi Minamino, sem gekk til liðs við Liverpool í byrjun árs, segist hungra í að leggja sitt af mörkum til liðsins en hann sé enn að aðlagast liðinu. Minamino hefur komið við sögu í sex leikjum með liðinu en hefur ekki almennilega náð að setja mark sitt á leikinn. Klopp kvartaði reyndar yfir því eftir Chelsea-leikinn að samherjar hans hefðu ekki nýtt góðar stöðu sem Minamino var að koma sér í.

„Ég hef verið sáttur við margt síðustu þrjá mánuði, en ég hefði samt persónulega viljað skora meira og leggja meira upp. Mig hungrar virkilega í að gera það. Ég veit í raun ekki ennþá hvað ég á margt eftir ólært, en mér finnst samt ég skila hugsun Klopps betur með hverjum deginum og mér fer fram.

Ég þarf að afkasta meiru, það skiptir miklu máli til að ég nái að vinna mér traust liðsfélaganna og stuðningsmannanna. Ég hef ekki spilað mikið en það er ekki góð afsökun. Til að höfða til leikmannanna og fá þá til að skilja hvað ég geri vel verð ég að gera það sem ég þarf til. Ég geri mitt besta á hverjum degi til að skila mínu fyrir liðið og ég þarf að gera það þegar stjórinn þarf á mér að halda.“

Næsti leikur gæti verið gott tækifæri til þess.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan