Skráning hafin í Liverpoolskólann
Liverpoolskólinn hefur verið starfræktur á hverju sumri síðan árið 2010. Skólinn hefur slegið í gegn, og nú í sumar eru 10 ár síðan fyrsta námskeiðið var haldið hér. Nú er skráning hafin í skólann fyrir næsta sumar.
Skólinn verður á Akureyri 6. – 8. júní og í Mosfellsbæ 9. – 11. júní. Nítján þjálfarar frá Liverpool International Academy koma og kenna- 7 hópum á Akureyri og 18 hópum í Mosfellsbæ. Að venju verður sérstakur hópur fyrir markmenn á báðum stöðum.
Skólinn er fyrir stelpur og stráka á aldrinum 6 – 16 ára (eða í 3.-7. flokki). Kennt er frá kl. 10–15 alla þrjá dagana. Ávaxtatími og heitur hádegismatur er innifalinn. Allir fá svo fótbolta að gjöf.
Skráning fer fram á vefsíðunni afturelding.felog.is og viljum við hvetja krakka á þessum aldri til að nýta þetta tækfæri til að fá leiðsögn frá þeim bestu í Evrópu.
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fjölmargir ungliðar valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Mohamed orðinn markahæstur í Evrópukeppnum! -
| Sf. Gutt
Mark númer 100 hjá Roberto Firmino! -
| Sf. Gutt
John Toshack var hætt kominn! -
| Sf. Gutt
Enn og aftur hættur við að hætta! -
| Sf. Gutt
Af leikmannamálum -
| Sf. Gutt
Tap í Madríd -
| Sf. Gutt
Tíu valdir í landslið -
| Sf. Gutt
Verðum að enda leiktíðina af krafti!