| Sf. Gutt
Samningur Adam Bogdan við Liverpool er útrunninn og hann er laus allra mála hjá félaginu. Það hefur farið lítið fyrir Ungverjanum síðustu misseri og hann er nú án félags og leitar fyrir sér að nýju.
Adam kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Bolton Wanderes sumarið 2015. Hann hafði staðið sig mjög vel hjá Bolton, spilað þar í sex leiktíðir og vakið athygli. Hann lék alla sex leiki sína fyrir Liverpool leiktíðina 2015/16. Adam náði ekki að standa undir nafni og hápunkturinn kom í fyrsta leik hans þegar þegar hann kom Liverpool áfram í Deildarbikarinum með því að verja þrjár vítaspyrnur í vítakeppni á móti Carlisle United.
Á keppnistímabilinu 2016/17 var Adam lánaður til Wigan Athletic þar sem hann spilaði vel. En í láninu sleit hann krossbönd og það tók tíma að jafna sig. Á síðustu leiktíð spilaði Adam með Hibernian í efstu deild í Skotlandi og stóð fyrir sínu. Hann spilaði reyndar minna en hann hefði getað vegna þess að hann fékk heilahristing eftir högg í leik og var góðan tíma að ná sér. En núna er samningur Ungverjans við Liverpool útrunninn.
Adam hóf ferilinn með Vaasas í heima í Ungverjalandi og spilaði líka með Vecsés þar í landi áður en hann fór til Bolton. Á meðan hann var hjá Bolton fór hann í lán til Crewe Alexandra. Adam hefur spilað 20 landsleiki fyrir Ungverja. Hann var kosinn Knattspyrnumaður ársins 2012 í Ungverjalandi.
Sem fyrr segir lék Adam Bogdan sex leiki með Liverpool. Við þökkum honum fyrir framlag sitt til félagsins.
Hér má lesa allt um feril Adam Bogdan hjá Liverpool á LFCHISTORY.NET.
TIL BAKA
Samningur Adam Bodgan útrunninn
Samningur Adam Bogdan við Liverpool er útrunninn og hann er laus allra mála hjá félaginu. Það hefur farið lítið fyrir Ungverjanum síðustu misseri og hann er nú án félags og leitar fyrir sér að nýju.
Adam kom til Liverpool á frjálsri sölu frá Bolton Wanderes sumarið 2015. Hann hafði staðið sig mjög vel hjá Bolton, spilað þar í sex leiktíðir og vakið athygli. Hann lék alla sex leiki sína fyrir Liverpool leiktíðina 2015/16. Adam náði ekki að standa undir nafni og hápunkturinn kom í fyrsta leik hans þegar þegar hann kom Liverpool áfram í Deildarbikarinum með því að verja þrjár vítaspyrnur í vítakeppni á móti Carlisle United.
Á keppnistímabilinu 2016/17 var Adam lánaður til Wigan Athletic þar sem hann spilaði vel. En í láninu sleit hann krossbönd og það tók tíma að jafna sig. Á síðustu leiktíð spilaði Adam með Hibernian í efstu deild í Skotlandi og stóð fyrir sínu. Hann spilaði reyndar minna en hann hefði getað vegna þess að hann fékk heilahristing eftir högg í leik og var góðan tíma að ná sér. En núna er samningur Ungverjans við Liverpool útrunninn.
Adam hóf ferilinn með Vaasas í heima í Ungverjalandi og spilaði líka með Vecsés þar í landi áður en hann fór til Bolton. Á meðan hann var hjá Bolton fór hann í lán til Crewe Alexandra. Adam hefur spilað 20 landsleiki fyrir Ungverja. Hann var kosinn Knattspyrnumaður ársins 2012 í Ungverjalandi.
Sem fyrr segir lék Adam Bogdan sex leiki með Liverpool. Við þökkum honum fyrir framlag sitt til félagsins.
Hér má lesa allt um feril Adam Bogdan hjá Liverpool á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!
Fréttageymslan