| Sf. Gutt

Danny Ings orðinn leikmaður Southampton


Danny Ings varð formlega leikmaður Liverpool 1. júlí þegar lánssamningur hans við Southampton frá í fyrra varð að fastasamningi við félagið. Liverpool fær 20 milljónir sterlingspunda fyrir framherjann. 


Danny kom til Liverpool frá Burnley sumarið 2015. Lánið átti ekki eftir að leika við hann hjá Liverpool því hann meiddist tvívegis illa á hné  og var lengi frá í bæði skiptin. Danny sýndi mikla þrautsegju og náði að koma aftur til baka og leiktíðina 2017/18 spilaði hann 14 leiki. Hann skoraði fjögur mörk fyrir Liverpool. Augljóst er að meiðslin settu stórt strik í feril Danny hjá Liverpool og til dæmis var hann búinn að spila einn landsleik fyrir England áður en hann meiddist haustið 2015. 


Í fyrrasumar varð úr að Danny færi sem lánsmaður til Southampton og ákvæði í samningnum kvað á um að að ári yrði hann leikmaður félagsins. Nú er svo orðið. Honum gekk þokkalega hjá Southampton á síðustu leiktíð og skoraði átta mörk.

Danny Ings var í sigurliði Liverpool í Lancashire bikarkeppninni 2017. Það var eini titil hans hjá Liverpool. 

Hér má lesa um feril Danny Ings á vefsíðunni LFCHISTORY.NET.

 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan