| Sf. Gutt
Árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi verður haldin á laugardaginn. Klúbburinn er 25 ára í ár. Hér eru helstu upplýsingar um árshátíðina og dagskrána um helgina.
- Árshátíðin verður haldin núna á laugardagskvöldið í Silfursölum á Hallveigarstíg í Reykjavík. Húsið opnar klukkan sjö með fordrykk í boði hússins.
- Hægt verður að fá myndir af sér með heiðursgestunum áður en matur er borinn á borð. Matseðill kvöldsins lofar mjög góðu.
- Í ár eru tveir heiðursgestir á árhátíðinni. Tékkarnir Patrik Berger og Vladimír Šmicer koma til landsins. Þeir félagar eru miklir vinir og eru oft á ferðinni saman. Þeir léku um tíma saman með Liverpool.
- Á laugardaginn milli klukkan tvö og þrjú verða þeir Patrik og Vladimír í búðinni Jóa Útherja í Ármúla 36 í Reykjavík þar sem þeir munu árita fyrir stuðningsmenn Liverpool. Gott er að vera tímanlega á ferðinni því búast má við að stuðningsmenn Liverpool fjölmenni.
- Á Bylgjunni klukkan níu í fyrramálið verður viðtal við forsvarsmenn Liverpool klúbbsins og hvetjum við stuðningsmenn Liverpool til að hlusta á.
Það verður nóg um að vera um helgina hjá Liverpool klúbbnum á Íslandi á þessum miklu tímamótum í sögu klúbbsins. Þegar þetta er skrifað er svo til uppselt á árshátíðina en hægt er að athuga með miða á þessari vefslóð.
YNWA!
TIL BAKA
Árshátíð Liverpool klúbbsins er á laugardaginn!
Árshátíð Liverpool klúbbsins á Íslandi verður haldin á laugardaginn. Klúbburinn er 25 ára í ár. Hér eru helstu upplýsingar um árshátíðina og dagskrána um helgina.
- Árshátíðin verður haldin núna á laugardagskvöldið í Silfursölum á Hallveigarstíg í Reykjavík. Húsið opnar klukkan sjö með fordrykk í boði hússins.
- Hægt verður að fá myndir af sér með heiðursgestunum áður en matur er borinn á borð. Matseðill kvöldsins lofar mjög góðu.
- Í ár eru tveir heiðursgestir á árhátíðinni. Tékkarnir Patrik Berger og Vladimír Šmicer koma til landsins. Þeir félagar eru miklir vinir og eru oft á ferðinni saman. Þeir léku um tíma saman með Liverpool.
- Á laugardaginn milli klukkan tvö og þrjú verða þeir Patrik og Vladimír í búðinni Jóa Útherja í Ármúla 36 í Reykjavík þar sem þeir munu árita fyrir stuðningsmenn Liverpool. Gott er að vera tímanlega á ferðinni því búast má við að stuðningsmenn Liverpool fjölmenni.
- Á Bylgjunni klukkan níu í fyrramálið verður viðtal við forsvarsmenn Liverpool klúbbsins og hvetjum við stuðningsmenn Liverpool til að hlusta á.
Það verður nóg um að vera um helgina hjá Liverpool klúbbnum á Íslandi á þessum miklu tímamótum í sögu klúbbsins. Þegar þetta er skrifað er svo til uppselt á árshátíðina en hægt er að athuga með miða á þessari vefslóð.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Vera með í baráttunni fram í janúar! -
| Sf. Gutt
Ekki spá í treyjunar! -
| Sf. Gutt
Fágætt afrek hjá Caoimhin Kelleher! -
| Sf. Gutt
Evrópumeistararnir teknir í gegn! -
| Sf. Gutt
Það styttist í sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði sigur! -
| Sf. Gutt
Adam ekki búinn á því! -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu
Fréttageymslan