| Heimir Eyvindarson

26 leikir án taps á Anfield


Liverpool hefur ekki tapað leik í deildinni á Anfield síðan í apríl 2017 þegar Christian Benteke skoraði bæði mörk Crystal Palace í 2-1 tapi. 7. mark Benteke í 8 leikjum gegn Liverpool.

Leikurinn gegn Palace var þriðji síðasti heimaleikur leiktíðarinnar 16/17 og liðið komst í gegnum síðustu tvo leikina með eitt jafntefli og einn sigur. Liðið fór síðan í gegnum alla síðustu leiktíð án þess að tapa einum einasta heimaleik. 12 sigrar og 7 jafntefli varð niður á Anfield þegar upp var staðið s.l. vor, 43 stig af 57 mögulegum á heimavelli. 

Liverpool hefur byrjað þetta tímabil nokkurn veginn eins vel og hægt er að hugsa sér og hingað til er liðið enn taplaust á Anfield. Leikurinn gegn Cardiff í gær var 25. leikurinn í röð án taps á heimavelli, sem er ansi tilkomumikill árangur. 

Fram að áramótum á liðið fimm heimaleiki í deildinni, gegn Fulham, Everton, Manchester United, Newcastle og Arsenal. 
Við höfum aðeins rætt fáránlega góða tölfræði Mo Salah hér á síðunni, en ekki nóg með að hann hafi aldrei tapað deildarleik á Anfield (enda kom hann ekki til félagsins fyrr en eftir tapleikinn gegn CP) heldur má hann varla koma inná Anfield án þess að skora!

Hann skoraði 19 mörk í 19 heimaleikjum á síðasti tímabili og það sem af er þessu tímabili eru deildarmörkin á Anfield orðin 4 í 5 leikjum. Allt í allt hefur hann því skorað 23 mörk í 24 deildarleikjum á heimavelli. Það er alls ekkert að því. 
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan