| Sf. Gutt

Titill í hús!


Liverpool bætti titli á afrekaská sína með því að vinna Lancashire bikarkeppnina, Lancashire Senior Cup. Vissulega ekki stórtitill en þessi keppni á sér samt sína sögu. Fyrst var keppt í henni leiktíðina 1879/80. 

Liverpool, sem tefldi fram undir 23. ára liði sínu ásamt völdum aðalliðsmönnum í úrslitaleiknum á móti Fleetwood Town. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en Liverpool náði betri tökum á leiknum eftir hlé. Á 72. mínútu skoraði George Johnston, sem átti reyndar 19 ára afmæli, með góðu skoti úr vítateignum eftir góðan undirbúning Matty Virtue. Allt stefndi í sigur Liverpool en þegar fimm mínútur voru eftir jafnaði Jack Soweby með fallegu skoti. Liverpool setti kraft í leik sinn undir lokin og bjargað var á línu frá Bobby Adekanyeey.

Það varð að útkljá viðureignina í vítaspyrnukeppni. Í henni skoruðu  leikmenn Liverpool úr öllum fimm vítaspyrnum sínum en markmaðurinn Caoimhin Kelleher tryggði Liverpool bikarinn 5:4 með því að verja eina vítaspyrnu sem var sú fyrsta sem Fleetwood tók. George Johnston, sem skoraði í venjulegum leiktíma skoraði úr fimmtu og síðustu spyrnu Liverpool í vítakeppninni. Þeir Danny Ings, Ovie Ejaria, Bobby Adekanye og Yan Dhanda skoruðu úr hinum spyrnunum. Liverpool fangaði því titili sem strangt til tekið er sá fyrsti sem félagið fær á afrekaskrá sína frá 2012!

Liverpool: Caoimhin Kelleher, Corey Whelan, Mich'el Parker, Conor Masterson, George Johnston, Ovie Ejaria, Liam Coyle (Matty Virtue, 69. mín.), Paulo Alves, Harry Wilson (Bobby Adekanye, 45. mín.), Yan Dhanda og Danny Ings. Ónotaðir varamenn: Andy Firth og Nathaniel Phillips. 

Þetta var í 12. sinn sem Liverpool vinnur þessa keppni. Blackburn Rovers hefur oftast unnið keppnina eða 18 sinnum. Liverpool vann þessa keppni síðast árið 2010. Hér má rifja það upp. 

Hér er heimasíða keppninnar.

Hér eru svipmyndir úr leiknum.

Hér eru fleiri svipmyndir úr leiknum. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan