| Mummi

Aðalfundur 2018

Miðvikudaginn 30.Maí næstkomandi verður aðalfundur Liverpoolklúbbsins á Íslandi haldinn á Spot í Kópavogi. Fundurinn hefst kl. 20:00.

Dagskrá fundarins samkvæmt 11.gr laga Liverpoolklúbbsins:

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara.
 • Stjórn leggur fram skýrslu fyrir yfirstandandi starfsár.
 • Stjórn leggur fram endurskoðaða reikninga.
 • Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
 • Lagabreytingar, löglega fram bornar.
 • Kosning formanns til tveggja ára.
 • Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára.
 • Kosning tveggja varamanna til eins árs.
 • Kosning endurskoðanda.
 • Ákvörðun um árgjald.
 • Önnur mál.
Samkv. lögum klúbbsins þá þarf tilkynna framboð til stjórnar eigi síðar en 14 dögum fyrir aðalfund, Framboð skal senda á netfangið [email protected] eigi síðar en 16. maí nk.

Allir þeir meðlimir sem hafa greitt árgjöldin fyrir tímabilið 2017-2018 hafa atkvæðisrétt á aðalfundinum.

Lög klúbbsins má finna hér.
http://www.liverpool.is/Club/Article/6

Við hvetjum alla meðlimi klúbbsins til að mæta á aðalfundinn og láta málefni hans sig varða.

Stjórn Liverpoolklúbbsins á Íslandi.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan