| Sf. Gutt

Óvíst um Emre Can


Óvíst er hvenær Emre Can kemur aftur til leiks. Hann meiddist á móti Watford um miðjan mars og hefur ekki spilað síðan. Hugsanlega hefur hann spilað sinn síðasta leik með Liverpool en ekki er reiknað með öðru en hann fari í sumar. Það hefur svo sem ekkert verið staðfest um brottför hans en hingað til hefur hann ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Liverpool. 


Emre meiddist í baki ef rétt er vitað og það verður að koma í ljós hvort hann kemur meira við sögu á leiktíðinni. Síðustu fregnir herma að ekki sé loku fyrir það skotið að hann nái bata áður en leiktíðin er úti. Við sjáum hvað setur.TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan