| Sf. Gutt
Divock Origi hefur gengið heldur illa hjá Wolfsburg á leiktíðinni. Hann byrjaði reyndar nokkuð vel og skoraði svolítið til að byrja með. Alls hefur Belginn skorað fimm mörk í 26 leikjum. Núna um helgina tapaði Wolfsburg 0:3 heima fyrir Hoffenheim og var Divock skipt af velli fyrir hálfleik!
Óvíst er um framtíð Divock eins og sakir standa. Fyrr á leiktíðinni sagðist hann vel getað hugsað sér að vera áfram hjá þýska liðinu, sem er meðal neðstu liða, en nú er kannski hvorki áhugi hjá honum eða félaginu á lengri dvöl þar.
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram í sumar og Divock vill að sjálfsögðu komast í landslið Belga. Til þess þarf hann að standa sig vel hjá félagsliði sínu. Divock hefur spilað 77 leiki með Liverpool og skorað 21 mark. Hann spilaði einn leik á þessari leiktíð áður en hann var lánaður til Wolfsburg.
TIL BAKA
Divock Origi gengur illa

Óvíst er um framtíð Divock eins og sakir standa. Fyrr á leiktíðinni sagðist hann vel getað hugsað sér að vera áfram hjá þýska liðinu, sem er meðal neðstu liða, en nú er kannski hvorki áhugi hjá honum eða félaginu á lengri dvöl þar.
Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fer fram í sumar og Divock vill að sjálfsögðu komast í landslið Belga. Til þess þarf hann að standa sig vel hjá félagsliði sínu. Divock hefur spilað 77 leiki með Liverpool og skorað 21 mark. Hann spilaði einn leik á þessari leiktíð áður en hann var lánaður til Wolfsburg.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!
Fréttageymslan