| Sf. Gutt
Allt bendir til þess að Emre Can muni yfirgefa Liverpool í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Hann er þó ekki búinn að tilkynna brottför og hefur sagt að ekki sé útilokað að hann skrifi undir nýjan samning við Liverpool. Það þykir þó ósennilegt og allt útlit er á því að Þjóðverjinn fari til Juventus.
Í síðasta mánuði sagði Emre að hann væri ekki búinn að skrifa undir hjá Juventus eða neinu liði. En sparkspekingar á Ítaliu telja að öruggt sé að hann sé á leið þangað.
Það er slæmt að Emre vilji ekki gera nýjan samning en hann vill, eftir því sem talið er, fá að hafa ákvæði í samningi sínum um að hann geti farið komi tilboð upp á ákveðna upphæð í hann. Margir knattspyrnumenn vilja hafa svona ákvæði í samningum sínum en forráðamenn Liverpool hafa ekki gefið kost á slíku í síðustu samningagerðum sínum. Líklega var Luis Suarez síðasti leikmaður Liverpool til að hafa svona ákvæði í samningi sínum.
TIL BAKA
Allt bendir til brottfarar Emre Can

Allt bendir til þess að Emre Can muni yfirgefa Liverpool í sumar þegar samningur hans við félagið rennur út. Hann er þó ekki búinn að tilkynna brottför og hefur sagt að ekki sé útilokað að hann skrifi undir nýjan samning við Liverpool. Það þykir þó ósennilegt og allt útlit er á því að Þjóðverjinn fari til Juventus.
Í síðasta mánuði sagði Emre að hann væri ekki búinn að skrifa undir hjá Juventus eða neinu liði. En sparkspekingar á Ítaliu telja að öruggt sé að hann sé á leið þangað.

Það er slæmt að Emre vilji ekki gera nýjan samning en hann vill, eftir því sem talið er, fá að hafa ákvæði í samningi sínum um að hann geti farið komi tilboð upp á ákveðna upphæð í hann. Margir knattspyrnumenn vilja hafa svona ákvæði í samningum sínum en forráðamenn Liverpool hafa ekki gefið kost á slíku í síðustu samningagerðum sínum. Líklega var Luis Suarez síðasti leikmaður Liverpool til að hafa svona ákvæði í samningi sínum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað -
| Sf. Gutt
Torvelt í Tyrklandi!
Fréttageymslan