| Sf. Gutt
Ungliðinn Cameron Brannagan hefur yfirgefið Liverpool. Hann gekk til liðs við Oxford United sem leikur í þriðju efstu deild. Í frétt Liverpool Echo kemur fram að Oxford hafi borgað 200.000 sterlingspund fyrir Cameron sem verður 22. ára í vor.
Cameron, sem oftast leikur á miðjunni, hefur verið talinn einn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin. Hann er fæddur í úthverfi Manchester en fjölskylda hans ákvað að hann myndi frekar æfa með Liverpool en Manchester liðunum þar sem aðstaðan þar væri svo góð. Hann var fyrirliði varaliðs Liverpool og komst í aðalliðið á leiktíðinni 2015/16. Alls lék hann níu leiki með Liverpool og voru þeir allir á fyrrnefndri leiktíð. Framganga hans þótti lofa góðu en á síðustu leiktíð var hann lánaður til Fleetwood.
Cameron sagði þetta við vistaskiptin. ,,Það er dapurlegt að yfirgefa Liverpool eftir svona langan tíma en það er spennandi áskorun framundan."
Hér má lesa um feril Cameron Brannagan á LFCHISTORY.NET.
Í dag var ungliðinn Matty Virtue lánaður til Notts County.
TIL BAKA
Cameron Brannagan yfirgefur Liverpool

Ungliðinn Cameron Brannagan hefur yfirgefið Liverpool. Hann gekk til liðs við Oxford United sem leikur í þriðju efstu deild. Í frétt Liverpool Echo kemur fram að Oxford hafi borgað 200.000 sterlingspund fyrir Cameron sem verður 22. ára í vor.

Cameron, sem oftast leikur á miðjunni, hefur verið talinn einn efnilegasti leikmaður Liverpool síðustu árin. Hann er fæddur í úthverfi Manchester en fjölskylda hans ákvað að hann myndi frekar æfa með Liverpool en Manchester liðunum þar sem aðstaðan þar væri svo góð. Hann var fyrirliði varaliðs Liverpool og komst í aðalliðið á leiktíðinni 2015/16. Alls lék hann níu leiki með Liverpool og voru þeir allir á fyrrnefndri leiktíð. Framganga hans þótti lofa góðu en á síðustu leiktíð var hann lánaður til Fleetwood.
Cameron sagði þetta við vistaskiptin. ,,Það er dapurlegt að yfirgefa Liverpool eftir svona langan tíma en það er spennandi áskorun framundan."
Hér má lesa um feril Cameron Brannagan á LFCHISTORY.NET.
Í dag var ungliðinn Matty Virtue lánaður til Notts County.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum
Fréttageymslan