| Sf. Gutt

Dominic hækkaður upp


Dominic Solanke hefur verið hækkaður upp um flokk ef svo mætti segja. Hann hefur verið færður upp í enska aðallandsliðið fyrir landsleik Englands og Brasilíu sem fer fram á Wembley á þriðjudagskvöldið. TVeir aðrir ungliðar, Angus Gunn og Lewis Cook, voru líka teknir inn í aðalliðshópinn. 

Dominic er búinn að spila fyrir öll yngri landslið Enlands og síðast fyrir undir 21. árs liðið. Hann skoraði til dæmis fyrir það lið á dögunum þegar England vann Úkraínu 2:0. Eins og allir muna varð Dominic heimsmeistari með undir 20 ára landsliði Englands í sumar og var að auki kosinn besti leikmaður mótsins. 


Dominic er búinn að koma við sögu í tíu leikjum Liverpool hingað til á leiktíðinni. Hann hefur ekki náð að skora en látið nokkuð að sér kveða. Dominic er alinn upp hjá Chelsea en ákvað að söðla um og ganga til liðs við Liverpool í sumar. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan